Jazzblaðið - 01.02.1948, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.02.1948, Blaðsíða 18
fór til New York og gekk í stóra dans- hljómsveit. Þið gætuð látið hann reykja Marihuana einu sinni eða tvisvar, til þess að krydda söguna méð, og taka fram, hverja hann elskaði og svo framvegis. Segjum, að hann sé að leika við einn af hinum frægu stöðum aðalsins, til dæmis Waldorf Astoria, og að milli dansþátta mundi hann mæta dóttur einhvers ríkisbubbans, og úr mundi verða ást, og vinur vor mundi aldrei fram- ar þurfa að pæla í danshljómsveit, heldur liggja í hamingjusömu hjónabandi uppi á þiljum á seglsnekkju eiginkonunnar kvöld eftir kvöld afganginn af ævinni, sem mundi verða löng og farsæl. En þessi saga getur ekki farið á þann veg. Þetta verður að vera saga ungs manns, sem, án þess að vita gerla hvað það var, átti í fórum sínum gáfuna til þess að skapa tónverk eins eðlilega og af eins mik- illi mælsku eins og — ja, segjum Bach. Það var ekki unnt að ýta Rikka Marteins að því að leika nákvæmlega það sem skrif- að var handa honum. Heldur var hann vanur að sitja og renna saman við heild- ina, en þegar röðin var komin að honum, eða hvenær sem hann sá sér færi, var hann líklegur til að spretta úr spori og skapa, upp úr þurru, einhverja þá ferskustu og hugmyndaauðugustu tónkafla, sem nokkur maður hefur nokkurn tíma gert. Vinur okkar er, eins og mér þykir mikið fyrir að segja það, listamaður, sem sligast undir þeirri erfiðu byrði, sál listamanns- ins. En hann hefur ekki til að bera það sem ætti að fylgja — en ég geri ráð fyrir, að sjaldan geri — hæfnina til þess að halda líkamanum við líði á meðan andinn heldur í áttina til þess, sem verða vill. Hann fer í mola, og það ekki með neinu káki. Það verður svo algert, að hann drep- ur sjálfan sig í leiðinni. Fyrsta bók. í fyrsta lagi hefði hann kannski aldrei átt að leggja lag sitt við negra. Það fékk honum skrítnar tilhneigingar, sem hann síðan komst aldrei yfir. Þær lýstu sér í ótaminni tjáningu, hann fór hiklausum skrefum að markinu, með æsingi, fullum hálsi, ef svo mætti segja, og það bætti ekki úr fyrir honum í síðari viðskiptum við eigin kynþáttarbræður hans, þá, sem siðmenningin hafði tuktað til og fellt í mót, þá, sem geta haldið sér í skefjum og leikið nákvæmlega það sem samið er handa þeim. En hvort hann hefði eða hefði ekki átt að gera það, skiptir ekki máli nú orðið. Hann bjó í Los Angeles frá því hann var átta ára gamall — í þeim hluta borg- arinnar, sem ekki hafði neina merkjan- lega stéttarvitund né reyndar nokkra vit- und af neinu tagi. Hann bjó þar í íbúð hjá frænku sinni og frænda (bróður og systur, ekki manni og konu) og hann átti eigið rúm í tómri geymslu neðanvert við ganginn. Oftast var hann einsamall. Frændi hans var í kjötvinnslustöð og frænka starfaði í buxnagerð. Við einstaka tækifæri hafði hann fallegar buxur upp úr atvinnu frænkunnar, og frændinn borgaði húsaleiguna og keypti að nokkru leyti í matinn. Hvorki frænkan né frændinn voru heima meira en eitt eða tvö kvöld í viku. Þau lifðu sínu lífi, hvort út af fyrir sig. Aftur á móti var Rikki hér um bil allt- af heima. Hann las stöðugt bækur af bóka- safninu og valdi sér þær af handahófi. Hann las hratt, allt hvað af tók hverja bókina eftir aðra, gerði sér enga rellu út af efninu. Það var eins og honum hefði verið spáð, að ef hann læsi í það minnsta eina bók á dag, hvaða bók sem verkast vildi, mundi eitthvað afleitt koma fyrir hann. Og sennilega hefði sú orðið raunin á. Ef hann hefði ekki hellt sér niður í lest- urinn, myndi áhyggjur hafa sótt á hann út af því, hvernig hann hefði hagað skóla- göngunni og hvernig í ósköpunum hann ætti að koma sér að því að mæta í skól- anum á ný. Sannleikurinn er sá, að allir sem þekktu hann mundu segja hið sama, að hann hafi aldrei sýnt neinar gáfur í skóla — að hann gæti aldrei munað undirbúningslaust, hver er útkoman úr sjö sinnum sjö. Honum væri ekki sérlega sýnt um að benda á upp- sprettu Nílar og hann var aldrei viss um það, í hvaða átt hún rennur né heldur, hvaða lönd fá áveitu úr henni, og ekki myndi hann reyna að geta sér til um, hversu marga teningsmetra af leir hún flytti með sér í ósana á hverju ári. Það sem meira var, hann stóð í sama stapp- inu með Mississippi. Þó var hann stál- minnugur á margt annað. Það er að segja, hann gat fest í minni allt það, sem hafði hrynjandi eða hægt var að „ríma“. Ekki kom þetta honum samt að liði. Þegar kenn- 18 ^axzlUií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.