Jazzblaðið - 01.02.1948, Blaðsíða 15

Jazzblaðið - 01.02.1948, Blaðsíða 15
SVARGREIN Jón Wóti í nóvemberhefti tímaritsins Jazz víkur Svavar Gests nokkrum orðum að greinar- korni sem ég ritaði í Landnemann í haust, en þar fullyrti ég, að negrar léku jazz betur en hvítir menn. Sagði ég einnig í sömu grein að margir hvítir Bandaríkja- menn hefðu að vísu lært, af negrum, að leika ágætan jazz, betri en hvítir menn af öðrum þjóðum, vegna náinna kynna af negrum og músik þeirra. f grein sinni segist S.G. álíta að jazz- inn sé engum sérstökum í blóð borinn, heldur fari það eftir lifnaðarháttum og öðrum aðstæðum hvað menn taka sér fyrir hendur er þeir komast á legg. Eg viður- kenni að flestir heilbrigðir menn gætu með nokkurnveginn áþekkum árangri lagt fyrir sig skurðgröft, steypuvinnu, vélritun, mat- reiðslu, lögfræði og læknisstörf, en um list er öðru máli að gegna, þar koma til greina sérgáfur, sem mönnum eru í blóð bornar. Sumum hvíturn mönnum er það gefið að geta leikið góðan jazz, en miklu fleiri eru þó hinir sem hafa reynt það árangurslaust árum saman, og þurfum við ekki að líta lengi í kringum okkur til að finna þá. Aftur á móti hef ég aldrei heyrt getið um negra, sem fengizt hafi lengi við jazzleik án árangurs. S. G. segist ekki álíta að hvítir menn leiki jazz betur en negrar, heldur séu þeir svipaðir að gæðum, og máli sínu til stuðn- ings bendir hann á Esquire-kosningarnar, þar voru fimm kosnir af hvorum lit. f Metronome og Downbeat sigra hvítir aftur á móti glæsilega. S. G. viðurkennir að þetta sanni ekki að hvítir leiki jazzinn betur og er ég á sama máli. Það eru ekki mörg ár síðan Guy Lombardo var meðal hinni hæstu í kosningum Downbeats, Ellington var þá nr. 33. Aftur á móti má benda á að Goodman hefur oftast látið Henderson, M. Lou Williams, Jimmy Mundy og aðra negra raddsetja fyrir hljómsveit sína. Ef Good- man væri spurður: Hversvegna? Mundi hann vafalaust svara: Þeir eru betri. Tommy Dorsey lætur Sy Oliver raddsetja, Juan Tizol skrifar fyrir Harry James o. s. frv. Hvítu raddsetjararnir hafa yfir- leitt lært allt sitt af negrum, það hafa hljóðfæraleikararnir einnig gert, og ég veit að S. G. viðurkennir það að athuguðu máli. Um hitt má svo endalaust deila hvor leiki betur jazz, Lawrence Brown eða Bill Harr- is, Pettiford eða Jackson, Hawkins eða Venturo, en hefði ég verið dómari hjá Esquire þá hefðu mínir menn allir verið svartir. Eg vil taka það fram að ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna og þekki jazzinn því ekki nema af plötum. Svo vildi ég biðja S. G. að hugleiða hvernig jazzinn væri í dag, ef negrarnir hefðu aldrei verið fluttir til Bandaríkj- anna. Jón Múli. S. G. mun svara í næsta blaði. jfazdfaíií 15

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.