Jazzblaðið - 01.02.1948, Blaðsíða 17

Jazzblaðið - 01.02.1948, Blaðsíða 17
þar hélt Rikki sama orðstír um langan tíma. Hann elskaði starfið. Honum var eitthvað sérstakt gefið, og hann vissi af því. Hann þreyttist aldrei, hélt áfram r.ótt eftir nótt, og þegar hann var búinn að leika fyrir dansinum, lagði hann lag sitt við leikara úr öðrum hljómsveitum, sem langaði til að prófa, hvað úthaldið entist lengi, og síðan lék hann það sem eftir lifði nætur. Hann gekk of langt. Hann neytti hvorki svefns né matar, af því að hann hafði nóg verkefni önnur. Hann gat, til dæmis, farið að drekka, og áður en hann vissi af, var hann farinn að stunda stöðuga drykkju •til þess að halda öllu öðru í horfinu. Það blessaðist samt ekki til lengdar, og hann rann á enda sitt ævisveið áður en hann náði þrítugu. Mér er óhætt að bæta því við, að hann var ekki syrgður af neinum nema mér og tveim negrum, Jeffa Williams og Smók Jórdan. Það var kvenmaður við riðin söguna, Amý North, en engin herm- ir frá því, hvernig atburðurinn fékk á hana. Ég þori að fara með það, að dauði Rikka hafði valdið leiðindum meðal tón- listarmanna hér og þar, en það verður að- eins tímaspurning, hvenær hann verður alveg steingleymdur. Einn góðan veðurdag verða jafnvel plöturnar hans útslitnar og gefa ekki frá sér annað en sargið undan stálnálinni. Þegar sá dagur rennur upp, er Rikki Marteins í rauninni dauður, stein- dauður, og ég kvíði fyrir því, þegar svo er komið. Þannig hljóðar sagan, og það er varla hægt að kalla þetta mikinn harmsöguþátt, hann táknar ekki fall göfugrar persónu af háum stigum. — Rikki Marteins komst aldrei nálægt því að vera talinn af háum stigum, enda þótt hann hefði allmiklar tekjur um skeið. Hins vegar er þetta saga, sem hefur sannleikshljóm, saga, sem fjall- ar um ýmislegt — um tónlistarhæfileika eins manns og dýpið milli þeirra og hæfni hans til þess að samræma þá lífsháttun- um, ennfremur um muninn á kröfum tján- ingarinnar og á kröfum lífsins á þessarf jörð, og loks um muninn á því góða og lélega í þjóðlegri amerískri listgrein — tónlist jazzins. Það er nefnilega til bæði gott og lélegt í þessari tónlist. Það getur verið sitthvað sú músik, sem framleidd er í danssölum kaffihúsanna, eða sú sem kem- ur af ósvikinni hvöt án þess að peningar kalli á hana. Sagan endar með dauðanum. Frá því fyrsta að hann byrjaði að snuðra kring- um píanó, var honum fallið búið. Þó er ég ekki bregða honum um að hafa byrjað á þessu af fikti, því að listin átti allan hans hug. En í tónlist Rikka Marteins var, frá upphafi, frumefni sjálfseyðileggingar. Hann vænti af mikils af henni og kom á fund hennar með of sára þörf. Hann fékk aldrei þá fullnægingu, sem hann vænti. Hugsast gæti, að honum hefði hlotnazt hún í annarskonar tónlist, en hann hafði hvorki þekkingu né æfingu til þess að kom- ast í tæri við aðra tegund þessarar listar. Hann hélt sér við jazzinn og það rótleysi lífernisins, sem honum fylgir. Og hann vann afrek á þessu sviði, hann náði undra- verðum árangri í eigin leik, hann gat meira að segja ekki fylgst með því sjálfur. A sinn hátt var hann eins og Tóníó Kröger, hið innblásna og umturnaða skáld Manns, sem „vann, ekki eins og maður, sem vinn- ur sér til lífsframdráttar, heldur eins og maður, sem nauðbeygður er til þess að gera ekkert annað en vinna, hafandi enga virðingu fyrir sjálfum sér sem mannlegri veru, en aðeins sem skapara“. Þetta eru sterk orð og eru reyndar sann- ari til lýsingar á skáldi eins og Tóníó Kröger en á manni, sem lék á trompet í danshljómsveit Filla Morrison. En ég held ekki, að svo sé, og það er einmitt sá þátt- urinn í sögu Rikka, sem hrífur mig. Sköp- unarhvötin er hin sama, hvar sem maður finnur hana. Rikka tókst svo vel með þá hluti, sem hann gerði að ég, til dæmis, trúi varla að ég heyri nafn hans nefnt án þess ég finni hárin rísa mér á höfði. En ef þið veljið ykkur þetta sjónarmið, verðið þið að fara varlega, ella verður ykkur brugðið um tilgerð. Danstónlist ætti að gagnrýna með eigin hugtökum hennar, og eigin hugtök hennar er svo gegnsýrt fágmál, að enginn utan iðnarinnar gæti skilið þau. Hvernig gætuð þið sagt, hvað það var, sem Rikki hafði til að bera, án þess að fara út fyrir viðjarnar á einn eða annan hátt? Ykkur er innan handar að færa ævi Rikka í skáldsögubúning, gera ykkur úr því verzlunarvöru og skrifa um laglegan ungan mann, sem gekk á góðan skóla, og með því að hann var tilhneigður tónlist, jardLU 17

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.