Jazzblaðið - 01.02.1948, Blaðsíða 9

Jazzblaðið - 01.02.1948, Blaðsíða 9
vann að hreingerningum og fékk hún að- eins þrjá dollara í kaup á dag, sem duga þurfti í fæði og klæði handa henni og fjór- um börnum. Er Johnny stálpaðist gerðist hann sendill, og hjálpaði með því svolítið til við heimilið). „Mamma varð að leggja hart að sér til að geta keypt handa mér fyrsta saxafón- inn minn, sem hún gerði, er hún sá að ég hafði engan áhuga fyrir píanóinu, sem til var á heimilinu. Ég var hrifnasti drengur undir sólinni, er ég skömmu síðar fékk stöðu í átta manna hljómsveit Jo Steele, og var ég þá enn í stuttbuxum", bætti Johnny við. „Mamma varð heldur en ekki undrandi, er ég færði henni fyrsta kaupið mitt, ellefu dollara. Hún vildi alls ekki að ég ynni, hún hafði aðeins keypt hljóðfærið með það fyrir augum að gleðja mig, en þar sem ég var eini karlmaðurinn í fjölskyldunni, sagði ég, nei takk. Ég þvertók fyrir að láta hana fara út í hvernig veður sem var, til að þvo hús fyrir hina og þessa og koma SVO heim seint á kvöldin, dauðuppgefin". Móðir Johnny lét undan og sonur hennar gerðist fyrirvinna fjölskyldunnar, sem saxafónleikari, er síðar meir átti eftir að aðstoða Duke Ellington við, að gera hljóm- sveitina að langbeztu jazzhljómsveit heims- ins, og er vafi á að önnur eins muni nokk- urntíma verða til. Hodges kynntist Duke Ellington sumarið 1923, er Duke ásamt fimm öðrum spilaði um helgar í New York. Johnny kom vana- lega í borgina á föstudögum, og var þar yfir helgina, notaði hann þá óspart tím- ann við að hlusta á hljómsveitir, og fékk þá stundum að spila með og stóð þá ekki á honum að taka á öllu, sem til var. Tók Ellington fljótt eftir dugnaði hans. Skömmu síðar, er Chick Webb var að leita fyrir sér um menn í fimm manna hljómsveit, sem hann átti að byrja með á „Black Bott- om Club“, ráðlagði Duke honum að hlusta á Johnny, og er Chick hafði gert það réði hann Johnny þegar til sín. Er Johnny yfirgaf Massachusetts, sagði kennari hans við hann. „Ég get ekki kennt þér meira. Hvernig væri nú að þú tækir við og kenndir mér?“ Eftir að hafa spilað á „Black Bottom“ í langan tíma, við mikl- ar vinsældir, var hin litla hljómsveit Chick ráðin á „Savoy“. Þá fór framtíðin í rauninni að blasa við. „Savoy“ varð víðfrægur staður, Chick varð viðurkenndur sem fyrsta flokks jazzisti og farið var að tala um Johnny sem snilldar sólóista. „En það var Sidney Bechet“, sagði Johnny með áherzlu. „Það var Sidney Bechet, sem kenndi mér meir og gaf mér betri heilræði en nokkur annar. Hann var kunnugur elztu systur minni, Claressu, og í hvert sinn, er ég sá hann, sem var eins oft og hægt var, talaði hann við mig eins og faðir við son sinn. Hann sagði ef til vill. „Sonur sæll, óvíst er að ég eigi eftir að lifa mikið lengur svo að þú skalt hlusta vel á það, sem ég hefi að segja þér“, sem ég og gerði. Lærði ég meir af honum um tónlist og öllu henni viðvíkj- andi, heldur en ég hefði getað gert frá tug- um kennslubóka". Meðan Johnny var með Chick Webb stækkaði Ellington hljómsveit sína, og réðist Hodges svo til hans 1927, var það upphaf að langvarandi samstarfi. Áttu þeir eftir að þola súrt og sætt sam- an, fex-ðast um svo þúsundum mílna skipti, til að geta gefið sem flestum kost á að heyra, og kynnast nánar þessari sérstæðu list, og þá áttu þeir eftir að spila inn á óteljandi plötur saman, plötur, sem verða því verðmætari þess eldri, sem þær verða, nákæmlega eins og vinátta milli snilldar hljómsveitarstjóra og uppáhalds saxafón- leikarans hans, mai-gfaldast og vex með árunum. Johnny Hodges, maðurinn, sem leikur á saxafón þannig að manni finnst það koma beint frá hjartanu, segir eftirfarandi um manninn, sem hefur verið yfirmaður hans í tvo áratugi. „Þegar þú hefur unnið með einhverjum svona lengi, tekið þátt í raun- um hans og samglaðst honum í sigrum, þá er ekki margt, sem hægt er að segja til að lýsa hugsunum þínum. Það eru alls Framh. á bls. 19. JuZMíUiÍ 9

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.