Jazzblaðið - 01.02.1948, Blaðsíða 12

Jazzblaðið - 01.02.1948, Blaðsíða 12
Svavar Gests: FRÉTTIR FLEIRA Elliot Lawrance er að líkindum yngsti hljómsveitarstjóri Bandaríkjanna með stóra hljómsveit. Hann er aðeins 22 ára og byrj- aði með hljómsveitina tæplega tvítugur og er hún í stöðugri framför, enda er útsetn- ingar allar hinar fullkomnustu. Elliot leik- ur á píanó og er stíll hans ekkert ósvip- aður stíl Claud Thornhill. Claud eins og margir vita hefur leikið með Benny Good- man, Glenn Miller og mörgum fleiri fræg- um hljómsveitum. Hann stofnaði eigin hljómsveit rétt fyrir stríðið, en fór svo í flotann og hafði eigin hljómsveit þar. Er stríðinu lauk stofnaði hann aftur hljóm- sveit, sem hefur náð fádæma vinsældum og varð nr. 2, sem „sweet band“ í Down- Beat kosningunum 1947. Victor bróðir Guy Lombardo stofnaði hljómsveit fyrir rúmu ári. Margir álytu, þar sem Victor hafði lengi leikið með Guy að hljómsveitin yrði eins og hljómsveit stóra bróður, en svo fór nú ekki. Victor er með hina skemmtilegustu swinghljóm- sveit, sem vel er hlustandi á. Lou Fromm, sem í nokkur ár hefur leik- ið á trommur hjá Harry James er nú alveg hættur að leika. Hann sást í öllum þeim mörgu kvikmyndum, sem hljómsveit- in kom fram í síðari árin. Ziggy. Trompetleikarann Ziggy Elman, sem leikið hefur af og til undanfarin ár með Tommy Dorsey, kannast flestir við. En færri eru þeir, sem heyrt hafa talað um náunga að nafni Ziggy Elmer, sem nú leikur á trombón í hljómsveit Harry James, og er þar „stórt nafn“. Jazz-kennsla. Fyrir nokkru tók til starfa skóli í Bandaríkjunum, þar sem aðaláherzl- an er lögð á kennslu í jazz. Kennarar eru allt gamalkunnir og þrautreyndir jazzleik- arar. Öðru hvoru eru fluttir fyrirlestrar um jazz og til þess fengnir starfandi jazz- leikarar svo sem Charlie Venturo og fleiri. Það tíðkast talsvert í U.S.A. að hljóðfæra- leikarar snúi sér að kennslu er þeir hætta að leik og er hinn frægi Dixieland trombón- leikari Miff Mole einn þeirra. Sam Moro- wits, sem nú leikur fyrsta sax hjá W. Herman kenndi allt síðastliðið ár. Píanó- leikarinn Mel Powell fékkst eitthvað við kennslu í lok ársins og guitarleikarinn Irving Ashby í King Cole tríóinu kenndi aðallega áður en hann -byrjaði hjá Cole. Hy White, sem lengi vel lék hjá Herman hefur einnig fengizt við kennslu. Charlie Barnet hljómsveitin er nú í mikl- um uppgangi og er það ef til vill mikið að þakka góðum útsetningum, en þær gerir Neil Hefti, sem nú er hættur að leika (vonandi aðeins í bili). Hann útsetti og lék áður á trompet hjá Herman. Dick Shannahan leikur nú á trommurnar hjá Barnet. Barney Spieler tók við bassasætinu í 12 SazzlLM

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.