Jazzblaðið - 01.02.1948, Blaðsíða 6

Jazzblaðið - 01.02.1948, Blaðsíða 6
buðu þeir honum svo til Englands og fór hann í sumarfríinu sínu. Hlustaði hann þá á enskar hljómsveitir eins og tækifæri gafst til og heyrði og sá hljómsveit Ted Heath, sem er sú bezta þar. Björn hlustar talsvert á plötur og af amerískum trombónleikurum var hann hrifnastur af Lou McGarrity en núna er það Bill Harris, sem er af nýja skólan- um. Stan Kenton er uppáhalds hljómsveit- in hans, einnig er hann hrifinn af Elling- ton, Basie, Goodman og Glenn heitnum Miller. Fyrir rúmum tveim árum stofnaði Björn danshljómsveit, en hann hafði þá í dálít- inn tíma fengist við að leika jazzmúsik. Meðlimir hennar voru Haraldur Guðmunds- son trompet, Gunnar Egils klarinett, Axel Kristjánsson guitar, Guðmundur bróðir Björns með trommur og að lokum Árni ísleifs píanó. Hljómsveitin hefur ekkert breyzt að undanskildu píanóleikarasætinu, en þar hefur Björn verið hálf óheppinn með menn. Árni var í hljómsveitinni í ár og hætti svo, þá tók við Carl Billich og svo Árni Björnsson í smátíma, síðan Kristján Magn- ússon og er hann nýhættur, en við tók ungur og efnilegur píanóleikari að nafni Árni Elvar. Klarinettleikarinn Gunnar Egils hefur ekki leikið með hljómsveitinni síðan í ágúst í fyrra, er hann fór til tónlistanáms í U.S.A. Hans er von bráðlega og mun hann Æft undir berum himni taka sitt gamla sæti í hljómsveitinni. Þeir félagar byrjuðu fyrst að leika í Lista- mannaskálanum, en fóru þaðan í Breið- firðingabúð, þar sem þeir eru enn. Fyrst framan af lögðu þeir mesta áherzlu á að leika léttan Dixieland stíl, en hafa nú mikið til lagt hann niður og leika nú mest- megnis útsetta músik, þar sem meira kem- ur fram geta hljómsveitarinnar í heild heldur en einstakra sólóista. „Þetta verður samt aldrei verulega gott“, segir Björn, „fyrr en við getum bætt við kontrabassa og tenór-saxafón, en því miður er skemmt- analífið hér í bæ ekki nógu almennt til þess að stórar hljómsveitir beri sig, en von- andi er að úr þessu rætist á næstu árum, því alltaf er jazzáhuginn að aukast hjá fólki“. Björn hefur gert sér far um að taka til greina skoðanir hinna meðlima hljómsveit- arinnar, um hitt og þetta henni viðvíkj- andi, jafnt sem sínar eigin og hefur þar með lagt grundvöllinn að góðu samstarfi innan hljómsveitarinnar, sem er ein af höfuð ástæðunum fyrir hversu góð hún er. Síðasta árið hefur Björn sung- ið með hljómsveitinni og hefur því verið tekið alveg sérstak- lega vel, og hefur hann þar eins og í hljómsveitarstjórastöðunni unnið hjörtu manna með hinni látlausu framkomu sinni og háttprýði. — H. S. 6 JazztUiÍ Sundmaðurinn Björn

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.