Jazzblaðið - 01.04.1949, Side 17

Jazzblaðið - 01.04.1949, Side 17
Segðu mér eitt (ekki vantar forvitnina), gafstu ekki út nótur á „skáldaárum" þínum? „Jú“, segir Skafti og brosir enn. „Mig vantaði þá eitt sinn texta við nýtt, mjög gott dansíag. Ég snéri mér til þekkts skálds hér í bænum og samdi hann ágætt ljóð, sem því miður féll ekki allskostar vel við lagið. Ég fór þá sjálf- ur að hnoða, fór síöan með það og sýndi skáldinu sem sagði það ágætt, svo ég lét það flakka. Nú er það, jafnvel enn, sung- ið viða og heitir „Suður um höfin“. Þessi texti og reyndar fleiri, hafa verið gefnir út í Vasasöngbókinni og víöar og verið hneykslanlega rangt með farnir. Hreinustu rassbögur. Slíkt er vítavert, og svo er nafn manns sett undir auðvit- að án leyfis". Þú samdir fleiri texta, var það ekki.? spyr sá forvitni enn. „Ég minnist þín í sérhvert sinn“, var einn. Annan samdi ég við lagið „Bel Ami“, en man ekki í svip hvað sá heitir og svo voru það margir fleiri, sem borgar sig ekki að fara að telja upp“. Þetta hefur svo dregizt saman, segi ég, því vart hef- ur heyrzt íslenzkur texti í mörg ár. „Já“, segir Skafti. „Á stríðsárunum lék ég hjá Bjarna í Listamannaskálanum um tíma og sungu Einar B. Waage og Kjartan Runólfsson þá aðallega með hljómsveit- inni. íslenzkir textar voru sungnir en fáir virtust kæra sig um þá. Herinn var þá hérna, og allir þóttust tala ensku, eða að minnsta kosti skilja hana. Nú er aft- ur á móti enginn her og nú tala miklu færri ensku, svo að áhuginn fyrir is- lenzku textunum er að vaxa mikið. Við °igum líka prýðilegan söngvara þar sem Haukur Morthens er og fer hann sér- staklega vel með textana, sem ekki er hvað þýðingarminnst. Ágætustu textar geta orðið óþolandi sé ekki rétt með þá farið. Geturðu ekki komið því að í blaö- inu hjá þér, að ég hefi séð marga ís- lenzka texta við danslög, sem eru alveg prýðilegir, en það er eins og fólk veigri sér við að koma þeim á framfæri", Satt segir þú svara ég, en þetta er nú að lagast. Blaðinu hafa verið sendir nokkr- ir textar, sem að við birtum ætíð og komum um leið í hendur þeirra, sem syngja með hljómsveitum, svo að allur galdurinn er aö senda blaðinu textana og þá er þeim borgið. Kannski verður einhvern tíma hægt að hafa samkeppni um beztu textana. Að lokum, Skafti, er þessi nýi texti við ManAna eftir þig? í þriðja sinn bros- ir Skafti og meira að segja hlær, en segir síðan: „Hann er orktur undir dul- nefni eins og þú sérð en ef þér er ein- hver gróði í því, þá get ég sagt þér svo mikið að ég samdi vanalegast hér á ár- unum flesta mína texta undir dulnefni“. Ég lét það gott hoita, og lík ég þessu með fyrsta erindinu af „Dísu Skafta- dóttur". Dísa heitir draumlynd mær, í dalakofa býr. Hún unir sér í sveitinni við sínar ær og kýr, og þekkir ekki glys og glaum né götulífsins spé, og næstum eins og nunna er þótt nýtján ára sé. :/: — Ó, Dísa! Ó, Dísa! Ó! Dísa í dalakofanum:/: j= o #a*Matií 17

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.