Jazzblaðið - 01.04.1949, Page 21

Jazzblaðið - 01.04.1949, Page 21
New Orleans Myndin heitir „New Orleans", nafn, sem vel hefði mátt halda sér. „Sigur- för jassins“ er ósköp klaufalegt nafn, fyrir utan, að jass er skrifað Jazz, en það hefur kvikmyndahúsið alveg lát- ið fara fram hjá sér bæði í auglýsing- um og prógraminu. Myndin sjálf var af- ar léleg sem jazzmynd. Hún hlýtur að hafa verið það, því að ég man ekki eft- ir neinu sérstöku úr henni og eru ekki nema tveir dagar síðan ég sá hana (26. marz). Eins og margar fleiri slíkar myndir virðast þeir sem íramleiöa þær sitja um tækifæri til að skella á ein- hverju drepleiðinlegu samtali um leið og hljómsveitirnar taka til að leika. Woody Herman hljómsveitin var aug- lýst stórum stöfum, en lék aldrei heilt lag öll. Hún sást aðeins tvisvar og í fyrra skiptir lék Woody altó-sax sóló, einn chorus og trompetleikari, sem vart var hægt að sjá hver var, lék hálfan og þá var sá draumur úti. Woody lék einn klarinetsóló, en það var meira sem ,,grín-númer“. Louis Arm- strong lék stórt hlutverk í myndinni, on var algjörlega misheppnaöur, því að hann var gerður að hálfgerðum kjána. Hann lék þó nokkrum sinnum á trom- petinn en ekki nærri nógu mikið. Hann söng jafnvel ennþá meira, sem hann gerir reyndar vel, en hvað er það á móti trompetleik hans. Billie Holliday var eini ljósi punkturinn. Hún söng ein þrjú lög, og gerði það ,,ótrufluð“. Mead Lux Lewis, hinn holdmikli píanóleikari, lék þarna eitt lag, en var ekki sýndur á tjaldinu fyrr en í lok lagsins og þá lát- inn tala um leið. Aldrei fá þeir að leika í friði. Það má nota sömu orð um þessa mynd og Dorsey bræðra myndina, sem sýnd var hér fyrir jól: Of mikið kjaft- æði, of lítil músik. S. G. Dixieland hljóm- sveitin, sem lélc í myndinni. Frá vinstri: Zutty Singleton, Rcd Callayider, Kid Ory, Charlie Beal, Bud Scott, Louis Armstrong og Barney Bigard. Ja::iLU 21

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.