Jazzblaðið - 01.10.1949, Side 10

Jazzblaðið - 01.10.1949, Side 10
Fyrir tuttugu árum byrjaði Carl Billich fyrst með eigir. hljómsveit og var það í Vínarborg. í hljómsveit þess- ari, sem hann var með í eitt ár, voru fimm menn. Síðan lék Billich á píanó í stórri hljómsveit, er lék í stærsta kvik- myndahúsi borgarinnar. Hljómsveit þessi lék í klukkustund á milli kvikmynda- sýninga. Þarna var Billich í þrjú ár eða allt þangað til hann réðst hingað til íslands, ásamt Felzmann fiðluleikara og cellóleikara að nafni Cherney. Hljóm- sveitin lék að Hótel íslandi allt fram til 1940, en tók nokkrum breytingum á þeim tíma. Karl Matthíasson var lengst af í henni, og einnig voru þeir Þorvaldur Steingrímsson, Sveinn Ólafsson og Jó- hannes Eggertsson í henni um nokkurn tíma og frá 1938—40 þeir Skafti Sig- þórsson, Adólf Theódórsson, Bjarni Guð- jónsson og Jakob Einarsson. Eins og kunnugt, varð Billich að hverfa af landi burt í stríðinu, en hann hafði fullan hug á að koma hingað aft- ur og setjast hér að, sem hann lét og verða sitt fyrsta verk eftir stríðið, og varð hann nú fyrir nokkru íslenzkur ríkisborgari. Billich var orðinn mjög vinsæll hljóm- listarmaður hér fyrir 1940, hljómsveitir þær, er hann stjórnaði að Hótel ísland, voru allar mjög góðar og einnig var mikil stoð að Billich á öðrum sviðum. Hann var mjög snjall útsetjari og átti M. A.-kvartettinn honum mikið að þakka og eins er með fleiri. Þegar hann kom aftur til landsins 1947 byrjaði hann fyrst í hljómsveit Björns R. Einarssonar, en skömmu síð- ar tók hann við stjórn hljómsveitarinn- ar á Hótel Borg. Nokkrar breytingar hafa átt sér stað í hljómsveitinni frá 10 ^azzlUií

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.