Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 4
GLÐMLMDUR VILBERGSSOM
Guðmundur Vilbergsson trompetleik-
ari hefur verið sá hljóðfæraleikarinn,
sem Jazzblaðið hefur oftast fengið til að
leika á jam-sessionum þess undanfarinn
vetur. Því er nefnilega þannig farið
með Guðmund, að hann hefur ætið get-
að hrifið áheyrendur — og allir kom-
ist i „stuð“. Hann á það sameiginlegt
með uppáhaldstrompetleikara sínum,
hinum ameríska Roy Eldridge, að vinna
sig upp í sólóum — og þótt stíll þeirra
sé ekki hinn sami, þar sem Roy er Guð-
mundi miklu fremri, eins og við er að
búast, þá er það þessi sameiginlegi kost-
ur þeirra, sem hefur orðið til þess, að
gera þá vinsæla meðal jazzunnenda
hvorn í sínu heimalandi.
Guðmundur Vilbergsson fæddist á
Flateyri 3. desember 1924. Faðir Guð-
mundar hafði yndi af tónlist, og gerði
hann nokkuð af því að smíða hljóðfæri.
T. d. var fyrsta hljóðfæri Guðmundar
smíðað af honum — var það fiðla, sem
þó ekki lifði lengi, þar sem Guðmundur
var full harðhentur við hana.
Orgel var á heimilinu og sat Guð-
mundur löngum við það og lék danslög,
einnig áskotnaðist honum tvöföld har-
monika, sem hann lék oft og mikið á.
— Nokkru innan við fermingu var hann
farinn að leika á dansskemmtunum, og
eftirminnanlegasta ballið var á ferming-
ardaginn hans. Þá stóð yfir einhvers-
konar uppeldisfræðingaþing á Flateyri,
sem mikið ræddi um vandamál æskunn-
ar — og hélt svo ball á eftir, þar sem
Guðmundur, aðeins þrettán ára gamall,
lék í fermingarskrúðanum lengi fram
eftir nóttu — á orgel.
Guðmundur segist hafa verið 15—16
ára, þegar hann eignaðist nothæfa har-
moniku og var hann nokkrum vikum
síðar ráðinn til að leika á Hótel Helga-
felli í Stykkishólmi. Hann var ráðinn
upp á fast mánaðarkaup og lék hann þar
í tæpt ár.
Hann lék á böllum um helgar og svo
ef eitthvað var um að vera á hótelinu,
þá var hann sendur niður í sal til að
skemmta gestunum.
Þá gengdi hann og starfi heillar
hljómsveitar, þegar hann lék í sjónleik,
sem þarna var sýndur — lék á milli
þátta og líkaði Hólmurum vel.
Síðan fór hann til ísafjarðar, þar sem
hann vann alla algenga vinnu og spil-
4 flaizLUíÍ