Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 5

Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 5
aði um helgar. Þar komst hann fyrst í kynni við trompet, og var sá svo las- burða, að heftiplástur hélt honum sam- an hér og hvar. Guðmundur, sem erft hefur eiginleika föður sins, að vera lagtækur, gerði við hljóðfærið eftir því sem við var komið og var nú byrjað að blása. Það varð til þess að honum var sagt upp húsnæðinu og var þá haldið til Reykjavíkur. Hann hafði ekki verið lengi í Reykja- vík, þegar hann var farinn að leika á harmonikuna á dansleikjum hingað og þangað í bænum, og man ég, að leikur hans vakti mikla athygli — tælcnin var mjög mikil, og hafði slíkt yfirleitt ekki heyrzt hjá reykvískum harmonikuleik- urum. Aftur á móti fór tvennum sögum af trompetleik Guðmundar, meira að segja lá við að hætt væri við eitt ball í Grinda- vík, þar sem Guðmundur lék, eftir að hann hafði blásið tvö „lög“ í trompet- inn. Guðmundur tók að læra útvarpsvirkj- un, sem hann þó hætti við, þegar séð var fram á, að hann ekki gat tveimur herrum þjónað — og gaf sig alveg að hljóðfæraleiknum, enda var hann nú orðinn dágóður trompetleikari, sem m. a. varð til þess að veturinn 1945—46 var hann ráðinn í hljómsveit Bjarna Böðvarssonar í Tjarnarcafé, þar sem Jóhannes Þorsteinsson lék einnig. Bjarni hætti næsta vetur og tók Bald- ur Kristjánsson við hljómsveitinni og var Guðmundur áfram hjá honum. Veturinn 1947—48 lék Guðmundur í K. K. sextettinum í Mjólkurstöðinni og sýndi hann þá bezt, hversu ágætur trom- Petleikari hann var. Vil ég segja, að þá hafi hann verið hvað beztur. Síðan hef- ur honum vart gefizt tími til að æfa með neinni hljómsveit, breytingarnar hafa verið örari en það. Hann var hálf- an veturinn ’48—49 hjá Birni R. og síðari helminginn í Mjólkurstöðinni, með Ólafi Péturssyni og fleirum. SJðastliðið haust byrjaði hann í hljóm- sveit Steinþórs Steingrímssonar í Mjólk- urstöðinni, en hljómsveitin náði aldrei að spila sig saman svo oft var skipt um menn, og loks hætti hljómsveitin þar alveg, en Guðmundur sat éftir og lék með Kristjáni Kristjánssyni, sem kom þar inn með hljómsveit. Guðmundur var þó aldrei samferða þeim, því að Kristján ásamt hinum fjór- um átti að byrja í Tjarnarcafé og um leið og þeir léku í Mjólkurstöðinni æfðu þeir undir það, og var því Guðmundur hálf-utangátta. Þegar þetta er ritað, er Guðmundur nýlokinn við síðasta dansleik þessa starfsárs í Mjólkurstöðinni og er á göt- unni, ef svo má segja — hvar hann byrjar, veit hann ekki sjálfur — en þangað til, mun hann halda áfram að gera við illa meðfania bíla — en það hefur hann reyndar orðið að gera í tæp tvö ár, því að enginn skyldi ætla, að hljóðfæraleikur sé arðvænleg at- vinna, nema því aðeins að hægt sé að leika dag og nótt eins og sumir verða að gera. En við eigum áreiðanlega eftir að njóta hins síglaða trompetleiks Guð- mundur. Þó að hann byrji ekki með neinni hljómsveit í bráð — þá verður sótzt um hann í haust, og þá byrja jam- sessioniniar einnig, þar sem Guðmund- ur hefur aflað sér flestra aðdáendanna. S. G. ^azzUaíiÍ 5

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.