Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 16

Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 16
FRAMHALD úr síðasta, hefti. Músíkantar þessir voru atvinnulausir, og léku þeir því hvar sem var, fyrir hvað sem var. Á þessu tímabili litu fáir inn á krána, að undanskyldum músíköntunum. Ég minnist þess, er ég eitt sinn kom þang- að einn, að um tólf negrar sátu inni og sungu, ég settist niður og þeir héldu áfram að syngja, mér leið vel og söng- urinn hljómaði vel. Fólk þetta var farið að líta á mig sem einn sinna og trúðu mér, ég vanmat ekki þann heiður. Svo ég snúi mér aftur að Jackson. Nokkrum dögum eftir að ég kynntist honum heyrði ég hann leika einan og mér brá. Hann g a t leikið blues. Það streymdi út án nokkurrar fyrirhafnar. Ég get ekki skýrt hvers konar áhrif þetta hafði á mig. Þetta var í fyrsta sinni, sem ég í rauninni sá blues leikið. Ég komst að því síðar, er ég kynntist honum betur, að hann var nýkominn af spítalanum. Hann háfði legið þar með brotinn fót og hugsað, hugsað um eigin- konuna, sem hafði yfirgefið hann. Þeg- ar hann losnaði lék hann blues. Hann var sannarlega niðurbeigður. Þegar hann settist við píanóið sögðu nóturn- ar allt um það. Ég heyrði það eins greinilega, eins og hann væri að segja mér það sjálfur. Hann sagði kannske: „Art, ég skal sýna þér, hvernig á að leika blues; horfðu bara á hendur mín- ar“, og þá svaraði ég: „Nei, kenndu mér ekki, leiktu bara”. Vegna þess að ég vissi, að maður verður að hafa blues á tilfinningunni til að geta leikið það. Ég fylgdist með Jackson hvert sem hann fór, dag eftir dag. Ég fór til hans í klúbb á West-Division-stræti. Eftir að maður hafði klifrað upp langan stiga og bankað á hurðina, opnaðist smágat á henni og auga kíkti út, liti maður nógu kaldranalega út, fékk maður inngöngu. Jackson reddaði mér inn í fyrsta skipt- ið og eftir það þekktu þeir mig. Þessi staður var allt í senn, veitingastofa, danssalur, billiardstofa og spilaknæpa. í fyrsta sinn, sem ég kom þangað, bað Jackson mig að leika á píanóið. Hávað- inn hætti allt í einu og allir söfnuðust utan um mig. Eftir að ég hafði leikið, klöppuðu allir og mér hitnaði um hjartarætur. Eftir það gat ég komið þangað hvenær sem mér sýndist. Það var ekki snert hár á höfði mínu. Ég skipti mér aldrei af kvenfólki þeirra. Mig þyrsti aðeins í músík. Jackson tók mig heim með sér og bjó ég hjá honum dögum saman. Nokkru síðar tók ég eftir að Jackson 16 juUUií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.