Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 18
Innlent. ★ Björn R. Einarsson er nú aftur byrj- aður að leika á trombón og eru því lík- indi fyi’ir, að honum sé batnað í vör- inni, en hann hefur, sem kunnugt er, ekkert „blásið“ síðan um áramót. Hann er nú með 7 manna hljómsveit, og er skipun hennar þessi: Björn, trombón og harmonika; Jón Sigurðsson, trompet; Vilhjálmur Guðjónson altó og klarinet; Guðmundur Finnbjörnsson altó og fiðla; Gunnar Ormslev tenór og klarinet, Árni Elfar píanó og Guðmundur R. Einars- son trommur. Heyrst hefur að hljóm- sveitin fari í hljómleikaferð í júnílok. ★ Kristján Kristjánsson altó & klarinet byrjaði með hljómsveit í Tjarnarcafé fyrir stuttu. Með honum eru Ólafur Pétursson, tenór og harmonika; Ólafur Gaukur guitar; Kristján Mangússon píanó og Einar Jónsson trommur. — Illjómsveit sú, sem Stefán Þorleifsson hefur verið með í Tjai’narcafé undan- farið ár hætti þar. England. ★ Vic Leivis, enski hljómsveitarstjór- inn er fyrir nokkru komin úr skyndi- ferðalagi til Bandaríkjanna, en þangað fór hann fyrst og fremst til að hafa tal af vini sínum, hljómsveitarstjóranum Stan Kenton, og stjórnaði hann Kenton- hljómsveitinni í einu lagi á hljómleikum, sem hún hélt í Carnegie Hall í New York fyrir stuttu. í blaðaviðtali eftir heim- komuna segir Lewis að í Englandi séu engu lakari hljómsveitir en í Bandaríkj- unum, og geti þær án efa orðið miklu betri. (Full mikil bjartsýni, ekki satt?) ★ T e d H eat hljómsveitin hélt upp á fimm ára afmæli sitt með hljómleikum í byrjun maí mán- aðar. — Hljóm- sveitin hefur ver- ið fremsta jazz- hljómsveit Eng- lands í öll þessi ár og hafa plötur með henni náð miklum vinsældum. „London Suite“, eftir Fats Waller, sem hljóm- sveitin lék inn fyrir ári, var sögð ein af beztu jazzplötum, sem út komu í heim- inum 1949. ★ Harry Parry, hinn vinsæli enski hljómsveitarstjóri, hefur verið með hljómsveit sína á hljómaleikaferðalagi undanfarnar vikur í Austurlöndum. — M. a. birti enska tónlistarblaðið Melody 18 Ja.dLU

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.