Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 20

Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 20
_4w 3,1,^ iion : JAZZLIF A ISAFIRÐI Um páskana brá Árni ísleifs píanó- leikari sér til ísafjarðar, — sem og margir aðrir Reykvíkingar. Hann not- aði tímann aðallega til að vera á skíð- um, en tók þátt i einni lítilli jam-session, sem hann skýrir nánar frá hér á eftir. Ritstj. Eftir að hafa „jamað” nokkur lög, göngum við fram í sal á veitingahúsinu Uppsalir á ísafirði. Meðan við tæmum nokkrar bjórflöskur — já, bjórflöskur — spyr ég meðlimi hljómsveitar hússins um það helzta úr lífi þeirra í þágu tón- listarinnar. Við Vilberg Vilbergsson harmoniku- og saxafónleikara segi ég: „Þú ert frá Flateyri, er ekki satt?“ „Jú, en ég hef verið hér tvo undanfarna vetur og býst við að flytja hingað bráðlega. Ætlunin er, að nema rakaraiðn og stunda svo tón- list í frítímunum“. „Hvenær byrjaðir þú fyrst að leika?“ „Eg var víst 14 ára, og var það á harmoniku heima á Flateyri“. „Þú hefur aðallega leikið þar, eða hvað?“ „Já, en einnig hérna á ísafirði, Bíldudal, Bolungarvík, Hnífsdal og sveit- unum hér í kring. Einnig dálítið í Reykjavík“. „Þú leikur nú líka á saxó- fóninn á dansleikjum?" „Jú, stundum hef ég nú tenórinn með“. Vilberg er bróðir Guðmundar trom- petleikara í Reykjavík, sem er jazz- áhugamönnum að góðu kunnur fyrir leik sinn á jam-sessionum og í hinum og þessum Reykviskum hljómsveitum. — Síðan sní ég mér að Finnbirni Finn- björnssyni, sem einnig á bróðir í Reykja- vik, er fæst við hljóðfæraleik — og heitir Guðmundur. Hann hefur eins og flestir vita leikið með Birni R. Einars- syni undanfarna mánuði. „Hvenær byrjaðir þú fyrst að leika?“ spyr ég Finnbjörn. „Ég var 14 ára eins og Villi og einnig á harmoniku. Tveim- ur árum síðar byrjaði ég svo að dunda við pianóið“. „Þið eigið náttúrlega ekki völ á að leika mikið útsetta músík, þar sem þið eruð ekki nema þrír“. „Satt er það, en við reynum eins og við getum -—■ hitt verður leiðigjarnt til lengdar“. „Hver sér um útsetningarnar?“ „Eg er að reyna það, en ekki veit ég hvort það er nógu gott. Meiningin er að æfa af kappi, eftir að Vilbei'g kemur hingað, og þá sjáum við hvað úr þessu verður“. Þriðji maður hljómsveitarinnar er Erick Hiibner, og leikur hann á tromm- urnar. „Hvenær byrjaðir þú að þjóna tónlistargyðjunni — ég meina auðvitað að leika á trommur?" „Ég var þrettán ára gamall, þegar ég tók fyrstu kenslu- stundina í trommuleik. Var það hjá ítölskum trommuleikara, er lék í hljóm- sveit þeirri, sem starfaði í veitingahúsi föður míns í Þýzkalandi". „Hvenær byrjaðir þú að leika opinberlega?" „Ég spilaði oft í „pásum“ fyrir trommuleik- ara, er voru í það og það sinnið í hljóm- sveitum þeim, er léku á áðurnefndu veitingahúsi, en sem fastur meðlimur hljómsveitar var ég aðeins í nokkra 20 jazzlLM

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.