Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 17

Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 17
var mikiö til hættur aö leika blues. Hann var kátari en hann var vanur. Ég kynntist nýju kærustunni hans. Brátt hætti hann alveg að leika blues. Það ruglaði mig svolítið í ríminu, hvernig nokkur maður gat leikið blues svona vel og misst svo alla tilfinningu fyrri því. Er ég lék með Wingy Mannone í Chi- cago 1929 gafst manni alls ekki tæki- færi til að leika blues. í fyrsta sinn, sem ég lék með honum í stóru hljóm- sveitinni hans var í Aragon danssalnum í Chicago og lékum við á móti Wayne King (það tíðkast mikið í U. S. A. að tvær hljómsveitir leiki á sama staðn- um og leika þær sinn hvern klukku- tímann eða svo; þýð). Wingy var með í hljómsveit sinni, hverja einustu hvíta stjörnu, sem hann gat náð í. Gene Krupa á trommur, Teschsmacher eða Wade Foster á klari- nett og Biondi á guitar. Þarna stóð hann fyrir framan stjörnu-hljómsveit sína allur uppdubbaður í mjallahvítum flónelsbuxum. Hann rakst á tenór-saxa- fónleikara, sem átti buxur, sem pöss- uðu Wingy, svo að tenór-saxleikarinn lék með í eitt kvöld og Wingy fékk buxurnar. Við lékum Wayne King og valsahljómsveit hans algjörlega undir borðin. Eitt sinn vann ég í Coconut Grove Cafe, þar var ekki mikið upp úr sér að hafa. Einu sinni minntist ég og bassa- leikarinn á að kaupið væri ekki borgað reglulega, en þegar forstjórinn ásakaði okkur fyrir kommúnisma hjöðnuðum við niður. Botninn datt svo úr öllu sam- an og þeir réðu Henry Fishon hljóm- sveitina. Þá fékk ég mig fullsaddan á stórum hljómsveitum. Ég hef alltaf haft skemmtun af að spila, en að vera hluti af stórri hljóm- sveit þýddi vinna, vinna til að halda í sér lífinu. í lítilli, fimm eða sex manna hljómsveit gat ég leikið sólóar hvenær sem mér sýndist. Það er mjög áríðandi fyrir músíkant, sem vill impróvisera, músíkant, sem heyrir músíkina innst inni með sjálfum sér og reynir svo að framkalla músík þessa á hljóðfæri sitt. í stórri hljómsveit fékk ég sjaldan tæki- færi til að leika heilan chorus, svo að maður minnist nú ekki á meira. Ég var notaður dálítið hér og þar, annað hvort til að rjúfa tilbreytingar- leysið eða kynna nýja hljóma, allt eftir því hvað útsetjaranum fannst við eiga. Ég var liður í fyrirfram gerðri áætlun. Nei, láttu þér ekki detta til hugar að „hot“ músíkant sé á móti skipulagningu eða að litlar hljómsveitir noti ekki út- setningar, það gera þær. En hér er mis- munurinn, litlar hljómsveitir útsetja á staðnum. Einhver í hljómsveitinni „dreymir" eitthvað upp, síðan er það reynt og eigi það vel við er það notað. Þetta er það, sem kallað er „head“-útsetningar. Það er vandlega farið í gegnum byrjun á laginu, endir, undirleik (undir sólóar) og allt þess háttar, en samt sem áður verð- ur nóg eftir handa sólóistunum til að glíma við. í New York var hægt að lifa á því að leika í smáhljómsveit. Ég aðstoðaði við að koma á fót nokkrum skemmtistöðum þar, stöðum þar sem maður gat leikið það, sem manni sýndist og fólk kom að- eins til að hlusta. Fyrstu áheyrendurnir og plötusafn- ararnir voru músikantarnir sjálfir. — FRAMHALD á bls. 23. JazMaM 17

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.