Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 8

Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 8
I september hefti tímaritsins Metro- nome 1946 segir George Simon ritstjóri þess eitthvað á þessa leið í grein, sem hann skrifar um jazzlíf Chicago borg- ar, sem um þær mundir var allt annað en blómlegt: „Lennie Tristano er glæsi- legur píanóleikari. Hljóðfæraleikarar borgarinnar töluðu svo mikið um hann, að ég brá mér heim til hans, til að hlýða á hann. Hann hafði enga fasta stöðu. Maðurinn er langt á undan samtíð sinni hvað hugmyndir og tækni snertir. Stíll hans er mestmegnis blockhljómar, meira að segja svo yfirgnæfandi, að hann not- ar sjaldan, ef þá nokkurn tíma swing- bassa. Þannig, að þegar hann leikur sóló, þá verður þú að gera ráð fyrir rhythm- anum. Lennie, sem tapaði sjóninni 10 ára gamall, hefur komið fram í ýmsum næturklúbbum við og við, það er að segja kvöld og kvöld, þegar aðrir hljóð- færaleikarar hafa þurft að fá sér frí. Jafnframt því ,hefur hann verið í tím- um hjá sjálfum mér, ekki aðeins í píanó- tímum, heldur hefur hann lagt gjörfa hönd á allt, er við kemur tónlistinni, meðal annars að leika á flest hljóðfæri. Það, liversu vel hann var að sér og virð- ing sú, sem félagar hans báru fyrir hon- um, varð brátt til þess, að þeir snéru sér jafnan til hans með vandamál sín, sem hann ætíð leysti úr skýrt og skil- Eftir Svavar Gests merkilega, hvort sem það var að skýra út erfið tónfræðileg atriði, eða sýna þeim tæknileg atriði á hljóðfærum þeirra". Þannig fórust Símon orð fyrir fjór- um árum um Lennie Tristano. Lennie Tristano hefur til þessa verið óþekktur íslenzkum jazzvinum. Þrjú síðari árin hefur hann reyndar verið framarlega í kosningum amerískra tón- listarblaða um fremstu píanóleikarana. 1947 og 48 var hann númer tvö og í fyrra 1949 númer eitt. Hver er þessi Tristano spyrjið þið eflaust, í það minnsta þau ykkar, sem ekki hafið heyrt hans getið eða fest ykkur nafn hans í minni, ef þið hafið séð það. Já, hver er Tristano, sem 1946 er óþekktur utan heimaborgar sinnar, en ári síðar kosinn af jazzunnendum Bandaríkjanna annar bezti píanóleikarinn, og koma menn eins og hinn ávallt vinsæli Teddy Wilson á eftir honum, ásamt þeim Art Tatum, Mel Powell, Errol Garner og fleirum, sem við öll þekkjum mun betur og við- urkennum hiklaust sem snillinga. Og í síðustu kosningum lætur hann sig ekki muna um að fara fram úr sjálfum kon- unginum Cole og eins George Shearing, sem reyndar var lítið þekktur í Amer- íku, en vegna reynslu sinnar og frægðar frá Englandi, þá voru möguleikar hans 8

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.