Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 9

Jazzblaðið - 01.06.1950, Blaðsíða 9
öllu meiri en möguleikar Tristano. — Lennie Tristano gafst upp á Chicago 1946 og fór til New York, þar tók hann til að æfa sig af miklu kappi og fyrr en varði, var hann farinn að leika í litlum hljómsveitum á hinum og þessum næt- urklúbbum, aðallega með mönnum úr Woody Herman hljómsveitinni, en hún hafði verið lögð niður um þetta leyti. Lennie hafði útsett eitt eða tvö lög fyrir hljómsveitina nokkru áður og kynntist hann þannig meðlimum hennar, og fór eins með þá og jazzleikara Chicago borg- ar, að þeir þreyttust ekki á að vegsama Lennie og hugmyndir hans. — Lennie komst ekki hjá því að láta gott af sér leiða í New York frekar en í Chicago. Hann var brátt farinn að kenna hinum og þessum jazzleikurum og var hinn gamalkunni dixielandsaxofónleikari, Bud Freeman, einn hinna mörgu, er hug höfðu á að afla sér nánari þekkingar á nútíma jazztónlist með aðstoð Lennie. Lennie álítur jazzinn list algjörlega útaf fyrir sig. Jazzhugmyndir hans, sem svo mikið eru ræddar, eru þó allfrábrugðn- ar því, sem við höfum átt að venjast. Við höfum heyrt hinar melódísku og fáguðu hugmyndir Wilsons, hina yfir- náttúrlegu tækni Tatum. Stílhreinu, en jafnframt moderne hugmyndir George Shearing höfum við haldið að væri það lengsta, sem komizt yrði. — Nei, Trist- ano verðum við að taka með, og það sem auðkennir hann er kuldi. Ekki kuldi, sem kemur manni til að hlaupa heim og setja á sig trefil, nei, kuldi þessi er allt öðruvísi. Hann virkar þannig á þig, að þú situr grafkyrr, dáleiddur er kannske of mikið sagt, en ekki geturðu slitið þig frá þessu, svo mikið er aðdráttaraflið og nð loknu einu laginu heimtarðu tafai'- laust annað. En þetta við leik Tristano. sem einkennir sig sem kulda, er, eins og Simon sagði, hið nýja fyrirbrigði, að rhythminn, þetta gamla góða, sem kem- ur okkur öllum til að stappa ósjálfrátt fætinum, er við hlustum á plötu, fyrir- finnst vart í leik Tristano, aðstæðurnar skapa hann í hvert sinn, og hvei’s vegna ekki? Hugmyndir Tristano eru ný stefna í jazzinum, réttara sagt nýtt afbrigði af be-bop. Tugir jazzleikara eru að glíma við hugmyndir hans, og þess harðari sem glíman vei'ður, þess meiri mögu- leikar koma í ljós — möguleikunum eru sannast að segja engin takmöi’k sett. Og fái hugmyndir Tristano, sem eru á þroskastigi, fái þær að blómgvast og sé að þeim hlúð af kostgæfni og þeim ekki misboðið, þá er hér á ferðinni stefna, sem getur orðið til þess að hefja jazzinn til enn æðra veldis, sem sé, að fá hann viðurkenndan sem sjálfstæða list, kannski ekki æðri öllum öðrum list- um, en vinsælust allra lista, það erum við öll sammála um. Leikur Tristano minnir ósjálfrátt á Milton Buckner, hinn ágæta píanóleik- ara úr hljómsveit Lionel Hampton. — Buckner varð til þess að skapa block- hljóma stílinn eða réttara sagt lokaðra- hljóma-stílinn, en hann einkennir leik Tristano svo mjög, auk hinnar hröðu tækni í skölum, sem líkist mest Art Tatum og er þar ekki leiðum að Iíkjast. En þrátt fyrir þetta er stíll Lennie al- gjörlega sjálstæður eins og vel má heyra á hinum mörgu plötum, sem hann hefur leikið á. Fyrsta platan hans, með lögun- um „Out on a limb“ og „I can’t get started", er einmitt sögð hafa orðið til FRAMHALD ábls. 23. « $azMM 9

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.