Jazzblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 4
cmtó-unan ÓLAFUR PÉTURSSOIM Tenór-saxófónninn hefur verið eitt glæsilegasta einleikshljóðfæri jazzins hin síðari ár. Góður tenór-saxófónleik- ari nýtur ætíð mikilla vinsælda meðal jazzunnenda, og þannig er því einmitt farið með Ölaf Pétursson, tenórista í hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. Ólafur fæddist í Reykjavík þann 10. maí 1921. Fyrsta hljóðfærið, sem Ólaf- ur komst í kynni við var orgel, og var hann þá aðeins átta ára gamall. Hann lærði um skeið á orgel og þó hann yrði aldrei orgelleikari, þá segir hann eftir á, að þessar kennslustundir á orgelið hafi orðið sér ómetanleg stoð fyrir þau hljóðfæri, sem hann tók fyrir síðar, þ. e. a. s. harmonikuna og saxó- fóninn. Hann komst nefnilega vel niður í nótnalestri og háði það honum ekk- ert, þegar á reyndi síðar, sem þó hefur viljað brenna við hjá sumum. Um fei’mingu byrjaði Ólafur að leika opinberlega á harmoniku, eða réttara sagt harmonikur, því að hann átti enga sjálfur, en fékk þær lánaðar hjá har- monikufélaginu, sem þá var. Einu til tveimur árum síðar eignað- ist hann fyrstu harmonikuna sína og var það ítölsk Scandalli harmonika. Ólafur hefur ætíð síðan notað þá teg- und af harmonikum og hefur hún reynzt honum sérstaklega vel. Ólafur varð brátt einn allra bezti harmonikuleikari bæjarins og var hann mjög eftirsóttir hljóðfæraleikari. Hann lék með hinum og þessum, er voru á svipuðu reki og hann, og voru þeir hvergi fastráðnir, en léku hingað og þangað. Eitt sumarið lék Ölafur þó á Hótel Hvanneyri á Siglufirði, og þá aðallega á píanó og einnig á harmon- ikuna. Með honum voru þá Karl Karls- son og Kjartan Runólfsson, sem þá voru að byrja hljóðfæraleik. Árið 1942 byrjaði Ólafur að leika með Aage Lorange í Oddfellow ásamt Paul Bernburg og Þorvaldi Steingrímssyni. Þá byrjaði hann einnig að leika á tenór- saxófóninn, sem hann hefur leikið á síðan og eins og fyrr getur, skapað honum vinsældir meðal íslenzkra jazz- unnenda. Áður hafði Ölafur þó leikið lítilsháttar á klarinet, en samt aldrei neitt að ráði. Með Aage var Ólafur óslitið fram til ársins 1949, að undanskyldum ein- um vetri, er hann lék með Þóri Jónssyni að Hótel Borg. 4 $a**UaSit

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.