Jazzblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 11

Jazzblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 11
Eg veit, að aftur mun eg ajá þig og ástkært sjá augnatillitið þitt, Þá allt, sem fegursc er, er mitt. EG LÍÐ MEÐ LYGNUM STRAUMI Lag: Cruising down the, river. Ég líð með lygnum straumi einn um ljósa sumarnótt, og bátnum vagga bylgjur hægt, en blærinn hvíslar hljótt, um ást og ævintýri, og um yndislega snót, sem örmum vill mig vefja og mér veita ástarhót. Ó, dýra fagra draumanótt, þér dvelja vil ég hjá, og ljúfar myndir laða fram, unz ljómar dagsins brá. Ég líð með lygnum straumi einn um Ijósa sumarnótt, og bátnum vagga bylgjur, meðan blærinn andar hljótt. DOLORES FESTOSI heitir stúlkan á mnydinni hér að ofan. Hún er ítölsk og í hópi fremstu ,,konsert“-harmonikuleik- ara Evrópu. — Hér að neðan er mynd af 13 ára gömlu undrabarni, sem vakið hefur heimsathygli fyrir liarmoniku- leik. Hann heitir DAVIDE ANZAGHI. TIL LESENDA Þar sem nokkuð hefur safnazt fyrir af efni undnafarið, verður ekki hægt að hafa dálkana „Úr ýmsum áttum“, „Ad lib‘‘ og „Harmonikusíðuna“ í þessu hefti, en þeir koma allir í næsta hefti. Frestur til að skila greinum í verðlauna- samkeppni blaðsins er framl. í einn keppni blaðsins er framlengdur í einn mánuð, eða til 1. okt. (Sjá nánar um reglur fyrir kepninni á bls. 12 í 5.—6. tbl. þessa árgangs). Þeir Jón M. Árna- son, Ólafur Gaukur Þórhallsson og Svavar Gests munu dæma um grein- arnar. 11

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.