Jazzblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 5

Jazzblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 5
Þegar Aage skipti um hús og fór í Sjálfstæðishúsið, stækkaði hann hljóm- sveit sína í sjö manna hljómsveit (og síðar 6), og kom þá fljótt í ljós, að Olafur var einn allra nauðsynlegasti ^naður hljómsveitarinnar, bæði var hann aðaleinleikari hennar og eins byggði hann mikið upp með harmonikunni. — Ólafur lét þess getið, að samvinna Vaeri höfuðskilyrðið fyrir því, að hljómsveit, sem ekki er skipuð fleiri rnönnum en tíðkast hér, næði einhverj- um árangri, og sagði hann, að því mið- ur vildi það brenna við hjá sumum, að að samvinnu vantaði. „En hjá Aage”, hélt hann áfram, „ríkti alltaf samvinna, °K samhentari mönnum hef ég aldrei Uunið með, enda lýtur Aage ekki á sig sem neinn hljómsveitarstjóra eða yfir- mann hinna, þó hann sé skrifaður fyrir hljómsveitinni, heldur vill hann að allir séu jafnir og að hver og einn sé hlekk- ur í hljómsveitarheildinni, hlekkur sem ekki má rjúfa með neinu móti“. Þetta, sem Ólafur hefur að mæla um Aage er sennilega höfuðástæðan fyrir því, að Lorange hljómsveitin er eina hljómsveitin hér, sem ekki hefur staðið í stöðugum bi’eytingum undanfarin ár. Þar hefur aðeins verið skipt um eitt sæti í fjögur ár, en í öðrum hljómsveit- um er skipt um 3—4 stöður, eða jafn- vel enn fleiri, á einum vetri. Síðustu mánuðina er eins og áhugi fyrir harmonikunni hafi vaxið að mun, og er ástæðan fyrir því sennilega sú, að menn hafa fengið að heyra í góðum erlendum jazz-harmonikuleikurum. — Ólafur hefur fylgzt með eins og fleiri, og hefur hann hlustað mikið á Art VanDamme, en það er hinn fremsti í hópi amerískra jazz harmonikuleikara. Ólafur leikur nú allt eins mikið á har- monikuna og tenórinn og má oft heyra fraseringar frá VanDamme, auk hinna skemmtilegu impróviseringa hans sjálfs. Mætur jazzleikari sagði við mig fyrir nokkru, að þó Ölafur væri góður tenór- leikari, þá væri hann miklu betri á harmonikuna, hann bara vissi það ekki sjálfur. Ölafur byi’jaði að leika með Kristjáni Kristjánssyni síðastliðið haust og lék með honum í Röðli, og Listamannaskál- anum áður en hljómsveitin hafnaði í Tjarnarcafé. í hljómsveitinni eru auk Kristjáns og Ölafs, Einar Jónsson trommur, Kristján Magnússon píanó og Ólafur Gaukur guitar. Hljómsveitin er orðin allvel samæfð og leikur mest- FRAMH. á bls. 19.

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.