Jazzblaðið - 01.09.1950, Side 18

Jazzblaðið - 01.09.1950, Side 18
Bretland. ★ Geraldo, Ted Heath og Joe Loss, þrjár stærstu hljómsveitir Englands, hafa leikið sinnhvorn mánuðinn í sumar í hinni frægu skemmtiborg Blackpool, auk nokkurra annarra smærri hljóm- ★ George Melly, ungur söngvari, sem eingöngu syngur blues lög, hefur vakið talsverða athygli í Englandi. Hann hefur komið fram með hljómsveit Mick Mulligan, en hljómsveitin leikur ein- göngu New Orleans jazz. ★ Gus Merzi stjórnar einni skemmti- legustu jazzhljómsveitinni í Ástralíu. Hljóðfæraskipunin er Gus með har- moniku og síðan klarinet, vibrafónn, guitar og bassi. Einn af fremstu jazz- leikurum Ástralíu er hinn ungi tenór- saxófónleikari Alan Coucill, en hann leikur með hljómsveit Gaby Roger. ★ Rose Murphy bandaríska negrasöng- konan hefur sungið í nokkrar vikur á næturklúbbum í London. Einnig hef- ur staðið til að Frank Sinatra kæmi til London og syngi í Palladium, og eins hefur verið í undirbúningi að fá aðra ameríska listamenn til Englands. Skandinavía. ★ Jazzklúbbur hefur nýlega verið stofn- aður í Stokkhólmi og er það, þó und- arlegt megi virðast, sá fyrsti þar í borg. Helztu forráðamenn klúbbsins eru rit- stjórar sænsku jazzblaðanna og aðrir jazzgagnrýnendur og jazzaðdáendur. ★ Svend Asmussen fer í hljómleikaferð til Englands í september og síðan mun hann jafnvel fara til Kanada og Banda- ríkjanna. Goodman hefur gert allt sem hann hefur getað til að fá Svend til USA, en hvort hann kemst í haust er ekki gott að segja, en fari hann, þá mun öll hljómsveitin fara með. Svend Hauberg klarinet- og guitarleikari hjá Asmussen, mun hætta að leika með honum í haust, en þeir hafa verið sam- an í fimmtán ár. Hauberg hefur keypt hótel í Kaupmannahöfn, sem hann mun stýra. Svend hefar hug á að ráða belg- íska guitar- og munnhörpuleikarann Toots Thielmanns í stað Hauberg. lnnlent. ★ Anna í Hlíð heitir danslag, sem ný- lega hefur verið gefið út af Nótnafor- laginu „Tempó”. K. K. sextettinn kynnti þetta lag í útvarpinu á síðastliðnum vetri og síðan hefur verið talsverð eftir- spurn eftir laginu, en það ekki fengizt. Einnig var lag þetta eitt þeirra, sem leikin voru í sýningarferð Stjörnu- kabarettsins nú í sumar. ★ Jazzlclúbbur íslands hefur átt í bréfa- skriftum við útvarpsráð síðan snemma í sumar og einnig hefur verið rætt við tónlistarráðunaut útvarpsins, hr. Jón Þórarinsson — allt var þetta með það fyrir augum, að klúbburinn fengi fast- an jazzþátt í útvarpinu. Þetta mun sennilega verða nú strax í haust, en ekki verður hægt að skýra nánar frá þessu fyrr en í næsta blaði. ★ Jazzklúbbar eru nú orðnir þrír hér á landi, þ. e. a. s. í Reykjavík, Vest- mannaeyjum og ísafirði. Strax í haust stendur til að stofna klúbba á Akureyri og Akranesi og ættu jazzáhugamenn í fleiri kaupstöðum og bæjum, svo sem Borgarnesi og Keflavík, að athuga möguleika á stofnun klúbba. 18

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.