Jazzblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 14
OSCAR PETERSON eftir Svavar Gests <i>--------------------------------------------------------------------------------- Fyrir ári síðan var Jazzblaðið fyrsta jazztimaritið í Evrópu til að lcynna lesendum sínum píanóleilcara, að nafni George Shearing, sem síðan liefur hlotið heimsfrægð. Enn er Jazzblaðið á undan og lcynnir í þetta sinn píanóleilcarann Oscar Peterson, sem vafalaust á eftir að verða frægasti píanóleilcari jazzins. ----------------------------------------------------------------------------------«> í janúar 1947 birtist lítil grein um Oscar Peterson, í jazztímaritinu Metro- nome, þar sem greinarhöfundur endar á þessum orðum: „Ef Oscari Peterson fer jafnmikið fram á næstunni eins og honum hefur farið fram undanfarið ár, þá er ekkert sem mælir á móti því, að hann komist í flokk með þeim Teddy Wilson, Erroll Garner, og — já, meira að segja Art Tatum“. Greinarhöfundur hefur sannarlega vitað hvað hann var að segja, því að þremur árum síðar, segir Michael Levin í Down Beat, en orð hans eru stundum nóg til þess að menn nái frægð: „Það leikur enginn vafi á því, að Oscar er það bezta, sem fram hef- ur komið undanfarin ár í heimi jazz- píanóleikaranna". Oscar fæddist í Canada fyrir 25 ár- um. Faðir hans var þjónn í járnbraut- arlest, en hann hafði mjög gaman af tónlist og lét börnin sin læra á hljóð- færi. Oscar var mjög ungur, þegar hann byrjaði að fást við píanóið — og fimm ára gamall var hann farinn að glíma við trompetinn. Þegar hann varð sjö ára fékk hann berkla, en fékk full- an bata, er hann hafði verið á spítala í rúmt ár. Faðir hans lét hann þá fara að læra á píanó aftur, þar sem hann vildi hlifa lungum hans við trompet- hlæstrinum. Oscari líkaði vel við pianóið og sýndi mikinn áhuga, en ekki byrjaði hann að leika jazzmúsík fyrr en hann byrjaði í gagnfræðaskóla. Móðir hans, sem fylgdist af alhug með hljómlistar- áhuga sonar síns, hvatti hann og leið- beindi honum, þegar hann var að byrja við jazzinn. Aðeins fjórtán ára gamall fékk Oscar 250 dollara verðlaun í amatör sam- keppni nokkurri, og nokkru síðar byrj- aði hann að leika í vikulegum þætti við útvarpsstöð í Montreal, þar sem hann varð mjög vinsæll. Oscar hélt áfram að læra undir leið- sögn góðs kennara, og æfði hann klassík engu minna en jazz, sem mikið hefur hjálpað hinni teknisku hlið í leik hans. Árið 1946 heyrði Johnny Holmes, er 14 jazzLUiÍ

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.