Jazzblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 6

Jazzblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 6
JAZZLÍF í SVÍÞJÓÐ Eflir BENNY AASLUND Fréttaritara Jazzblaðsins á Norðurlöndum. Komið þið sæl og blessuð! Ég mun í framtíðinni segja ykkur það mark- verðasta úr jazzlífinu hér í Svíþjóð, og mun ég byrja þessa fyrstu grein mína með því að skýra fyrir ykkur það, sem skeð hefur undanfarna mánuði. Ég byrja á gestum þeim, sem heim- sótt hafa Svíþjóð, og ber þar fyrst að telja hljómsveit Louis Armstrong, sem kom í desember 1949. Með Louis voru Barney Bigard, Jack Teagarden, Earl Hines, Cozy Cole, Arwell Shaw og söng- konan Velma Middleton. I desember sama ár kom Sidney Bechet og mánuði síðar, eða í janúar 1950, kom Cole- man Hawkins og síðan Benny Good- man með hljómsveit í aprílmánuði, og var Roy Eldridge m. a. í hljómsveit- inni. Duke Ellington og hin fræga hljóm- sveit hans með þeim Jimmy Hamilton, Johnny Hodges, Russel Procope, Don Byas, Alva McCain og Harry Carney á saxa. Harold Baker, A1 Killian, Nelson Brown, Ernie Royal og Ray Nance á trompeta. Lawrance Brown og Quentin Jackson á trombóna, Wendell Marshall bassi, Sonny Greer og Butch Ballard trommur. Billy Strayhorn útsetjari og söngkonurnar Kay Davis og Chubby Kemp, — ég verð að telja þau öll upp, þau komu í júní og síðar í sama mán- uði kom hinn frægi blues söngvari Josh Wite. Kvartett Ray Ellington frá Eng- landi, hefur nýlega verið hér og einnig sex manna hljómsveit Hazy Osterwald frá Sviss. Eins og þið sjáið af þessu, þá hefur verið mikið um erlenda krafta undanfarið. Áður höfðum við fengið hljómsveitir eins og Don Redman (1946), Rex Stew- art (1947), Chubby Jackson (1948) og Delta Rhythm Boys 1949 og eru þeir hér aftur núna. Og þá eitthvað um sænsku hljóm- sveitirnar. Þær eru sannarlega engu lakari en þær erlendu, en ég mun kynna þær eina og eina síðar, því eins og er, eru þær dreyfðar um landið, þar sem þær Ieika á baðströndum og sumar- skemmtistöðum. Ég vil þó bæta því við, að sænsku hljómsveitirnar hafa þegar vakið heims- athygli. Plötur með þeim hafa vakið hrifningu í Bandaríkjunum og Jeikur þeiri'a, þegar þær hafa ferðazt um Evrópu. — Simon Brelim hefur verið í Sviss, Hasse Kahn í Hollandi og Belgiu og Thore Erling i Þýzkalandi. Staðið hefur til, að okkar fremsti altó-saxófón- leikari, Arne Domnerus, færi til New York og léki í nokkrar vikur. Arne var kosinn af Sambandi Sænskra Jazz- klúbba, „Bezti einleikari 1949“. Sérstakir útvarpsþættir eru bæði í Bandarikjunum og Evrópu, þar sem sænskur jazz er kynntur á sænskum 6 ^azzUaílí

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.