Jazzblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 9

Jazzblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 9
UNGAR BE-BOP STJORNUR Serge Chaloff baritón - saxófón- leikari fæddist í Boston 1923. — Faðir hans var klassískur píanó- leikari og móðir hans háskóla- kennari. Serge lærði á píanó og klarinet, en hefur aldrei fengið tilsögn á saxófóninn. Hann hlustaði á Harry Carney hjá Ellington og reyndi að leika eins og hann. Hann byrjaði að leika með hljómsveitum 17 ára gamall og var hann með mörgum hljómsveitum fram til 1945, en þá heyrði hann í Char- lie Parker og tók upp Be-bop stílinn. Síðan lék hann m.a. með George Auld og Woody Herman; þar varð hann frægur. Terry Gibbs vibrafón - leikari er fæddur í Brooklyn 1924.— Faðir hans og systkini leika öll á hljóðfæri. — Hann stalst til að Ieika á xyló- fón bróður síns, en lærði síðar á trommur og tympani. ^ann unglingasamkeppni í hljóðfæra- ieik og fór í hljómleikaferð 12 ára gam- a'C Síðan fór hann aftur í skóla, unz ^ann fór í herinn, þar sem hann var 1 Þrjú ár. Lék hann fyrst með litlum ^e-bop hljómsveitum, en hefur síðan verið með Dorsey og Herman. Fór til Svíþjóðar 1947 með Chubby Jackson. Gibbs er einn fremsti vibrafónleikari, sem fram hefur komið. S t an G etz t e n ó r-saxófón- leikari er ekki nema tuttugu og þriggja ára gam- all, en var samt kosinn af jazz- unnendum Banda ríkjanna bezti tenóristi ársins hjá Herman, og varð brátt frægur. síðan fagot, en 15 ára var hann farinn að leika á tenór með hljómsveit. Vegna aldurs síns varð hann fljótt að hætta, en byrjaði aftur 16 ára gamall, og þá með alþekktum hljómsveitum. — Hann lék um skeið með Stan Kenton, Jimmy Dor- sey og Benny Goodman, en þar lék hann m. a. sólóar á nokkrum plötum. Hann fluttist til Californíu, þar sem hann var með litla hljómsveit. 1947 byrjaði hann hjá Herman, og varð brátt frægur. Lee Konitz altó - saxófónleik- ari fæddist í Chicago 1927. — Hann byrjaði með klarinet, en fór svo að leika á tenór-saxófón. í fyrstu hljóm- sveitinni var FRAMH. á bls. 16. $a~lUiS 9

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.