Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 7

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 7
nær var lcikið inn á hana. S. Hverjir lcika með Benny Goodman núna í scxtet og eins langar mig að vita eitthvað meira um Goodman? — Benni. Svar: 1. Flying Home var leikið 26. maí 1942 og þeir sem léku voru: Ernie Royal, Jack Trainer, Eddie Hutchinson og Mannie Klein trompet, Fred Beckett, Sonny Graven og Henry Sloten trombónar, Marshall Royal, Bob Barefield, Ray Perry, Illinois Jacquet og Jack McVea saxófónar, Milton Buckner píanó, Irving Ashby guitar, Vern- on Alley bassi, Lee Young trommur og Hampton vibrafón. 2. Goodman er ekki með sejrtet núna, og hefur ekki verið með reglu- lega hljómsveit undanfarið. Það kom grein um Goodman í 7.—8. tbl. 1948 og er ekki að vita nema um hann verði rætt bráðlega, þó að mikið liggi fyrir af efni um aðra jazzleikara, sem enn hefur ekki verið hægt að ræða um. Ilaraldiir Úuðinundsson Framh. af bls. 5. síðasta vetrar og tóku þeir að leika í Al- þýðuhúsinu, sem þeir reka jafnframt. Har- aldur sagði, að Félag íslenzkra hljóðfæra- leikara ætti að taka sér hljómsveit hans til fyrirmyndar, það væri ekkert sjálfsagðara, en að F.I.H. ræki samkomuhús. Möguleikar félagsins væru svo margfalt meiri en ann- arra aðila, að það væri b'einlínis sárgræti- legt að vita til þess, að ekkert hefði verið gert í þessa átt. Haraldur Guðmundsson á sennilega eftir að gera enn meira en hér hefur verið hermt að framan, hann er maður á bezta aldri. Mun Jazzblaðið fylgjast með Haraldi betur en gert liefur verið og skýra lesendum frá starfi hans í þágu tónlistarinnar, hvort sem hann heldur því starfi sínu áfram í Vestmannaeyjum eða kemur aftur til Reykjavíkur. — S. G, Vinsælasti söngvarí Englands: ALAN DEAN eftir Charles H. Long. I marz-apríl hefti Jazzbiaðsins var grein- arkorn um síðustu kosningar brezka blaðs- ins „Melody Maker“, um beztu ensku jazz- leikarana. Sá, er kosinn var vinsælasti söngvarinn, heitir Alan Dean. Ef einhvern skyldi ianga til að vita eitthvað meira um hann, fer hér á eftir sitthvað, sem um hann mætti segja. Hann er 26 ára gamail og er mjög geð- feildur og rólyndur maður. 1941 hafði hann stöðu sem harmonikuleikari og söngvari í Soho’s Cuba Club og fékk aðeins 4 pund á viku. En vegna einhverrar heppni (og að verðleikum) undirritaði hann (ári síðar) samning til þriggja ára um að syngja með hljómsveit Oscars Rabin, sem er vinsæl danshljómsveit í Englandi. Síðan hefur svo Alan haldið æ lengra áfram á frægðar- brautinni. Hann hefur sungið með næstum öllum vinsælustu hljómsveitum þar í landi og hefur samið lög, þar á meðal „Galaxy". Hann hefur sungið i útvarp og inn á plötur með be-bop hljómsveit sinni. Hann er mjög leikinn i að syngja eftir nótum og telur það nauðsynlegt fyrir söngvara að kunna að lesa nótur. Hann ráðleggur öllum dægurlagasöngvurum, sem eru byrjendur í faginu, að hugsa sem svo: Hvernig mundi Crosby — eða hver svo scm uppáhaldssöngvari þeirra er — syngja lagið. Sjálfur líkti hann eftir þeim Johnny Desmond og Frank Sinatra, en Desmond söng með herhljómsveit Glenn Millers, sem var í Englandi á stríðsárunum. Þegar söngv- arinn hefur svo hlotið nægilega þjálfun, hættir hann stælingunum og skapar sinn persónulega stíl. (Lausl. þýtt: Örn Æ. Markússon).

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.