Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 8

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 8
ANNAÐ • Ú R EINU í Hljómleikar F.l.H. Seinni partinn í maí voru haldnir hljóm- leikar í Austurbæjarbíó, sem færri hlust- uðu á en skildi. Bæði var það, að þeir voru lítið sem ekkert auglýstir og hvergi gat að lesa fréttagrein um þá í blöðum bæjar- ins. Þessi slælegi undirbúningur á sinn þátt í því að húsið var ekki hálft. Hljómleikar þessir voru engu að síður þeir athyglis- verðustu, sem haldnir hafa verið í langan tíma. Þarna komu fram sex danshljóm- sveitir og léku mismunandi tegund dans- músikar og leysti hver og ein þeirra sitt hlutverk mjög vel af hendi. Það sem enn merkilegra var við þessa hljómleika var það, að þarna kom fram hin nýstofnaða fimmtán manna hljómsveit F.Í.H. og lék hún svo vel að undrun sætti. Hijómsveitin hafði nauman tíma til æfinga fyrir hljóm- leikana, en slíkt var varla hægt að heyra. Hinn góða leik hljómsveitarinnar ber fyrst og fremst að þakka stjórnandanum, Þor- valdi Steingrímssyni, sem æfði hljómsveit- ina fyrir þessa hljómleika. Án hans að- stoðar hefði slíkur sigur ekki áunnist. Hijómleikar þessir sýndu, að hugsjón nú- verandi stjórnan F.Í.H. á fullkomlega rétt á sér, þ. e. a. s. einir F.Í.H. hljómleikar á ári. Það þarf aðeins að muna eftir að undirbúa þá betur næst, svo að fólk komi til að hlusta. Aftur leiörétting. — Og þó. í síðasta blaði afturkallaði ég, að Alfreð Haraldsson trommuleikari Kefla- vik, hann væri frá Norðfirði. Sagði ég þetta jafnframt skaða fyrir Keflvíkinga, því Al- freð væri fyrirtaks trommuleikari. Nú hafa nokkrir ungir menn í Keflavík sent línu og segja þetta engan skaða, því þeir í Keflavík eigi fyrirtaks trommuleikara að nafni Júlíus Kristinsson. Satt er það, vin- ur minn Júlíus er ágætur trommuleikari, og skal ekki svikist um að koma því á fram- færi. Annars eru fleiri ungir og efnilegir hljóðfæraleikarar í Keflavík og muiium við reyna að birta grein um músiklífið þar eins fljótt og tök eru á. — sg. Enn um útsölumenn. Eins og sjá mátti í síðasta hefti, þá eru þegar komnir allmargir útsölumenn fyrir blaðið. Viljum við engu að síður hvetja þá, sem ekki hafa komið því í verk, að hafa samband við blaðið frá öðrum kaupstöðum eða bæjum en þeim, er við þegar höfum útsölumenn, að hafa samband við blaðið hið fyrsta. Jafnframt skal áskrifendum blaðs- ins á þeim stöðum er útsölumenn eru bent á að snúa sér til þeirra frekar en til af- greiðslunnar í Reykjavík með greiðslu, breytingu á heimilisfangi og annað er blað- inu viðkemur. Eldri eintök. Þar sem allmargir hafa gert fyrirspurn um, hvort hægt’sé að fá eldri eintök blaðs- ins, skal á það bent, að „complet" sett er ekki lengur til, það eru öll blöðin til nema fyrsta tbl. 2. árg. Nokkur fleiri blöð ei-u jafnframt alveg að verða búin. Árgang- arnir kosta sem hér segir: 1. árg. kr. 30,00, 2. árg. kr. 35,00, 3. og 4. árg. kr. 40,00 hvor, stök blöð kosta kr. 5,00 hvert. Eldri ár- gangar eða stök blöð sendir afgreiðslan burðargjaldsfrítt. Útsölumenn sjá um af- greiðslu eldri blaða, þar sem þeir eru starf- andi. 8 ^azzLÍaÍií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.