Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 10

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 10
Kaye lék aðalhlutverkið ásamt Virginia Máyo og lék hún söngkonu, en Danny músikprófessor. Efni myndarinnar var tals- vert gott, en það sem mest var um vert, í henni komu fram f.jöldinn allur góðra jazzleikara, sem flest allir létu eitthvað til sín heyra, hver á sitt hljóðfæri. Ber þá fyrst og fremst að telja upp á þá Benny Goodman, Lionel Hampton, Louis Arm- strong, Mel Powell, Tommy Dorsey og Charlie Barnet. Auk þess mátti sjá þá Zutty Singleton trommuleikara, Benny Carter, Vic Dickenson, Louis Bellson, Page Cavan- augh tríóið og „Golden Gate Quartet". Músik-„senur“ voru ef til vill ekki nógu margar, en nokkrar þeirra voru með því bezta, sem sést hefur í mynd af þessu tagi. Síðari myndin var í Hafnai-bíó og nefnd- ist hún „Konungar jazzins". Var þetta safn allmargra stuttra mynda, sýndar á einni sýningu. Flestar voru myndirnar drepleið- inlegar og verður ekki farið út í þá sálma hér. En þær voru óskýrar og afar slæmur tónn í þeim, er vafamál hvort opinbert kvikmyndahús hefur leyfi til að bjóða fram slíka vöru, myndir af þessu tagi eru fram- leiddar með það fyrir augum, að þær séu notaðar til sýninga í heimahúsum og við önnur slík tækifæri. — Ein, og aðeins ein, myndin var þess virði að rölta inn Hverfis- götu og sjá þetta, það var myndin með boogie-woogie píanóleikurunum Pete John- son og Albert Ammons. Leikur þeirra var mjög skemmtilegur. Að endingu: Hvernig getur eitt kvik- myndahús vogað sér að auglýsa: Nýjar myndir, þegar sjá má á skýringartexta, sem sýndur er á kvikmyndatjaldinu, að þær eru allar um tíu ára gamlar? — sg. ,Sagt í 'lazzhlaðinu „George Shearing er stórfínn — bæði hann sjálfur og hljómsveitin". Árni Elfar, U. tbl. ’50. 10 s„„iu.s NÝÚTKOMIÐ Jazzmusikkens historie og teori Eftir Sven Meller Kristensen. Gefið út af Folkeuniversitetsudvalget í Kaupmannaliöfn 1950, verð 20 aur. Ofangreint hefti hefur blaðinu nýlega verið sent til umsagnar. Það er eftir dansk- an jazzáhugamann og kemur nú út í ann- ari útgáfu. Heftið skiptist niður í átta að- alflokka er nefnast: Forhistorie, New Or- leans-jazzen, Mellemkrigstiden, Nye ten- denser, Teori, Melodi, Harmoni og sá síð- asti Swing. Aftast í heftinu er svo upp- talning á nokkrum bókum, sem skrifaðar hafa verið um .jazztónlist. Höfundur stiklar á stóru, sem ekki er nema von, þar sem heftið er ekki stærra en sextán síður. Hann skrifar engu að síður mjög greini- Iega og gerir efninu eins góð skil og hann á tök á í ekki lengra máli. W‘ Danslagasamkeppni S.K.T. 1951. Verð kr. 22,00. í sumar kom út hefti með danslögum þeim er hlutu verðlaun og aukaverðlaun i danslagakeppni þeirri er S.K.T. hélt í Góð- templarahúsinu síðastliðið vor. Lögin erú öll í útsetningu Carls Billich, sumum hefur verið breytt lítilsháttar frá því sem var í keppninni og hefur það frem- ur bætt þau en skaðað. Flest eru lögin pi'ýðilega gerð og fyrirtaks danslög. Útgáfa heftisins er hin vandaðasta, út- setningar lagana mjög góðar, nótnaskrift Andrésar Kolbeinssonar afburða góð og káputeikning Freymóðs Jóhannessonar, sem jafnframt er form. S.K.T., mjög smekkleg. The ASCAP story. Nýlega hefur blaðinu borizt lítill en fróð- legur bæklingur er nefnist The ASCAP story, en ASCAP er skammstöfun á „Amer-

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.