Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 12

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 12
Hljómsveit Aage Lorange sex ára Þann 1. október eru sex ár síðan Aage Lorange gerði samning við Sjálfstæðismenn um að leika í Sjálfstæðishúsinu, sem þá var verið að byggja. Hljómsveitin byrjaði að æfa og hélt uppi reglubundnum æfingum fram til maí næsta ars, en þá byrjuðu þeir að leika í Sjálf- stæðishúsinu. Hljómsveitin var því búinn að leika í húsinu í fimm ár í maí síðast- liðinn. Þeir, sem voru í hljómsveitinni auk Aage, voru Þorvaldur Steingrímsson með altó- saxófón, klarinet og fiðlu, Poul Bernburg trommuleikari, Skafti Sigþórsson með altó og fiðlu, Ólafur Pétursson tenór-saxófón og harmoniku og Jónas Dagbjartsson með trompet og fiðlu. Sjöunda manninn réði Aage í hljómsveitina og var það Einar B. Waage, sem lék á saxófón og kontrabassa, en Einar byrjaði ekki strax að æfa með hljómsveitinni, þar sem hann var við nám í Bandaríkjunum. Hljómsveit þessi varð strax stærsta og fullkomnasta danshljómsveit hérlendis, var sama við hvaða tegund dansmúsikar hún reyndi, allt léku þeir með jafn góðum árangri. Sjálfstæðishúsið var fyrst í stað rekið með svokölluðum „restrasjónum", en það varð aldrei mikil aðsókn að þeim, svo að nokkru síðar var farið út á þá braut að halda dansleiki, sem strax urðu mjög vin- sælir og má segja að síðan hafi verið stöð- ug aðsókn að dansleikjum þar og sennilega hvergi eins oft útselt og þar. 1Á /plzzhlilAi}

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.