Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 9

Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 9
Árið 1936 taldi hann sig hafa fengið nóg af því að leika undir stjórn annarra og stofnaði hann hijómsveit sjálfur. — Honum tókst að halda henni saman í fjögur ár, en þá lagði hann árar í bát, einmitt um það leyti, sem þess hefði mátt vænta, að úr færi að rætast. Illjómsveit hans varð aldrei þekkt, samkeppni var mjög mikil á þessum ár- um, hann hafði engan veginn efni á að halda dýrum mönnum i hljómsveit sinni, svo að hún var ekki eins góð og þyrft hefði, jafnvel þó að trompetleikur Eld- ridge hefði átt að nægja. Hann fór til Gene Krupa, sem þá var með mjög góða hljómsveit og þar likaði honum vel. Hann var aðalmaður hljóm- sveitarinnar á þriðja ár og er sjaldgæft, að negri leiki svo lengi í hljómsveit, sem eingöngu er skipuð hvítum mönn- um. — Eldridge lék ekki mikið inn á plötur með hljómsveit sinni, þó ber þar helzt að minnast „Fish Market“. Með Krupa lék hann aftur á móti inn á fleiri plöt- ur, má þar geta hinnar skemmtilegu „After you’ve gone“. — Hann lék enn- fremur inn á allmargar plötur með hljómsveit Artie Shaw, en þar lék hann um skeið nokkru eftir að hann hætti hjá Krupa. Platan „Little Jazz“ stendur fremst af plötum Roy með Shaw-hljóm- sveitinni. Eins má minnast nokkurra platna, sem hann lék með lítilli hljóm- sveit, skipuðum mönnum úr stóru hljómsveit Shaw. Þar á Eldrigde margt gott. — Leikur Roy Eldridge einkennist fyrst og fremst af gleði — hver tónn ber það með sér, að Roy lætur sér nokkurn veg- inn á sama standa um allt og alla svo lengi, sem hann hefur hornið sitt til að blása i. — Sólóar hans eru kröftugar, fullar af auðskilinni tækni og hugmynd- um, sem svo möi’gum finnst, að einmitt þeir hafi viljað nota, en því miður — það er ekki til nema einn Roy Eldridge. Árið 1946 reyndi hann aftur að stofna eigin hljómsveit, en fyrirtækið fór á höfuðið. Síðan hefur hann aðallega leik- ið með litlum hljómsveitum, stundum undir eigin nafni, stundum undir nafni annarra. Hann hefur leikið inn á mikinn fjölda af plötum með hinum og þessum hljóm- sveitum öðrum en hér hafa verið nefnd- ar, svo sem: Teddy Wilson, Coleman Ilawkins, Chu Berry, Henderson, Cho- colate Dandies o. fl. o. fl. Hann á efalaust eftjr að leika inn á jafnmargar plötur og hann hefur þegar leikið inn á, því þó að árunum fjölgi þá fer honum ekkert aftur í snilli sinni. Hann er, hefur verið, og mun halda áfram að vera hinn lítt þekkti Roy Eld- ridge — fremsti trompetleikari jazzins. RONNIE SCOTT .... FramhcUd af bls. 4- bezta jazzplötufyrirtækið þar. — Jazz- klúbbnum bárust nokkrar Ronnie Scott plötur, sem nokkrum kunnum jazzleik- urum hér var veitt tækifæri til að hlusta á, Luku þeir allir lofi á leik Ronnie, þó að plötur gefi aldrei nógu gott yfir- lit yfir getu manna. Af framantöldu er óhætt að ætla, að klúbburinn hefur verið heppinn í vali sínu á hinum fyrsta enska jazzleikara til að koma fram með íslenzkum jazz- leikurum. Ronnie Scott mun áreiðanlega ekki bregðast vonum manna — og vill undirritaður ljúka þessum línum með því að beina þeirri ósk til allra, er unna jazzinum, að láta sig ekki vanta, þegar Ronnie Scott lætur til sín heyra. S.G. $a::LUiS 9

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.