Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 20

Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 20
EVRÓPA / Hljómleikaflolckurinn, „Jazz at the Philharmonic“ lék í nokkrum löndum Evrópu um mánaðamótin marz—apríl, hvarvetna við fádæma vinsældir. Með flokknum voru tenór-saxófónleikararn- ir Lester Young og Flip Philips, trompetleikarinn Roy Eldrige, guitar- leikarinn Irving Ashby, basaleikarinn Ray Brown, trommuleikarinn Max Roach og píanóleikarinn Hank Jones, ásamt söngkonunni Ellu Fitzgerald og píanóleikaranum Oscar Peterson. J* Jazzhátíðin í Paris var haldin síðast í maí. Margar hljómsveitir frá ýmsum löndum léku. M. a. lítt þekkt sænsk hljómsveit, sem hlaut fyrstu verðlaun í keppni ,,amatör“-hljómsveita. Aðal- stajrna hátíðarinnar var Bandaríski trompetleikarinn Dizzy Gillespie. f Þýzkaland á nú talsvert marga fyrir- taks jazzleikara. Ber tenór-saxófón- leikarinn Hans Koller af. Hann er nú- tíma-jazzleikari, ættaður frá Austur- ríki, en hefur leikið í Þýzkalandi nú undanfarið við góðan orðstýr. J5 Keppni fór nýlega fram í Svíþjóð á meðal tuttugu og fimm sænskra og finnskra harmonikuleikara um, hver þeirra væri hæfastur í að leika hinn nýja jazz á harmoniku. Tveir Finnar sigruðu. Heita þeir Matti Viljanen og Teuvo Suojárvi (hvernig sem það er nú borið fram). Munu þeir leika inn á nokkrar plötur með fremstu jazz- leikurum Finnlands og koma fram í Stokkhólmni nú á næstunni með fræg- um sænskum jazzleikurum. f í Danmörku koma ekki fram margar nýar stjörnur í heimi jazzins. Eiga Danir sennilega ekki eftir að sjá menn eins og Svend Asmussen og Rasmus- sen næstu árin. Þó hefur ungur maður nýlega vakið á sér athygli fyrir góðan jazzleik. Hann heitir Max Brúel, og er hann arkitekt að atvinnu. Hann leikur á baritón-saxófón. f Jazzhátíð verður haldin í EnglaCdi síðast í júní, og mun sænski altósaxó- fónleikarinn Arne Domnerus leika á henni. Einnig mun bandaríski píanó- leikarinn Ralph Sutton leika þar og ennfremur hinn kunni bandaríski bluessöngvari, Lonnie Johnson. BANDARÍKIN I Barry Ulanov, ritstjóri hins ágæta jazzblaðs „Metronome“ hefur nýlega skrifað bók, sem hánn nefnir „A history of jazz in America“. — Bókin er eflaust hin fróðlegasta, því að fáir menn hafa skrifað af jafn mikilli bekkingu og víðsýni um jazzinn og einmitt Barry Ulanov. / Plötufyrirtælcið Mercury hefur ný- lega gefið út „Long-playing“ plötu. Öðru megin á henni leika jazzleikai'ar þeir, sem fremstir urðu í kosningum sænska blaðsins „Estrad“ og hinum megin Englendingar þeir, er fremstir

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.