Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 17

Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 17
Bronislav Huberman látsnn Einn af fremstu fiðluleikurum heims, Huberman, lézt í Sviss í júní 1947. Huberman var einn af'skapmestu fiðluleikurum, sem uppi hafa verið. Tónninn var mikill og breiður og fiðlan söng út hinar heitu og miklu tilfinningar meistarans. Huberman var fæddur í Czenstodhowa í Póllandi 19. des. 1882 og var af Gyðingaættum. I fyrsta sinn er hann kom fram, 11 ára að aldri, lék ;hann D-dúr konsert Brahms fyrir einleiksfiðlu og hljómsveit, með sinfómíuhljómsveitinni í Wien. Brahms, er þá bjó í Wien, varð æfur yfir frekju þessa patta og fór á hljómleikana, þótt ekki væri vani hans að (hlusta á undrabörn. En er Huberman hafði lokið leik sínum, þaut Braihms til hins unga fiðluleikara og faðmaði hann með tárin í augunum, og eftir það var Bra'hms einn mesti aðdáandi Hubermans. Skömmu síðar fluttist Huberman til Þýzkalands, og eftir valdatöku nazista var honum boðið í hljómleika- ferð með sinfóníuhljómsveit Berlínar, en opið bréf, er hann hafði ritað til nazistaforingjanna, gerði honum ókleift að hafast við áfram í Þýzkalandi. Fluttist hann þaðan til Bandaríkjanna og hefur síðan verið þar með annan fótinn ávallt síðan. Huberman barðist, eins og flestir Gyðingar, fyrir að fá Palestínu fyrir Gyðinga, og kom meðal annars upp hljómsveit þar, Palestínuhljómsveitinni, og fékk m. a. Toscanini til að stjórna henni, og varð hann svo hrifinn af hljómsveitinni, að hann kom aftur árið e'ftir sem stjórnandi. Huberman lék fyrir hundruð þúsunda króna í síðustu styrjöld, er hann gaf til bágstaddra. Með Huberman er fallinn í valinn einn skapmesti og sterkasti persónuleiki samtíðarinnar, hann var hinn fæddi fiðluleikari, og hinn fallegi, djúpi tónn hans og hitinn og tilfinningin í leik hans gerði hann að fyrir- mynd margra iþeirra fiðluleikara, er nú standa framar- lega. Sigurður Briem . . . (framhald af bls. 10). ur þar að líta hina hnitmiðuðu kennsluaðferð, er Sig- urður hefur tamið sér, þ. e. a. s. kennarinn leiðir nem- andann áfram skref fyrir skref hægt og markvisst. Auk þess hefur Sigurður samið mörg lög fyrir gítar og verða nokkur þeirra í 4. og 5. hefti gítarskólans. Sigurður hefur með þessum bókum reist sér óbrot- gjarnan minnisvarða, er mun standa meðan þessi hljómlist verður iðkuð í landinu. Sigurður Briem er fyrst af öllu liistamaður. Hann lifir fyrir hugsjónir sínar og lætur sig engu skipta dægurþras og smámunasemi, hann lifir í öðrum heimi, heimi góðvildar og kærleika. I kennslustofunni í gamla timburhúsinu nr. 6 við Laufásveg finnur nemandinn hlýjuna, er leikur um þessa litlu stofu, og hann veit að þessir veggir hafa séð þúsundij; ungra manna og kvenna stíga hin fyrstu spor á vegi hljómlistarinnar, þeir hafa séð marga þeirra gefast upp, en fleiri hafa þeir þó séð hefja sig til flugs á vængjum tónanna, fyrst í stað hikandi, svo öruggari og að lokum hafa þeir hafið sig hátt upp og sungið tónunum lof og dýrð. En í litlu kennslustofunni situr hinn hvíthærði kennari dag eftir dag og leiðbeinir, og enn gleðst hann ytfir hverjum þeim nemanda, er gengur vel. Það eru hans beztu laun fyrir vonbrigði og strit margra ára. Nemendur Sigurðar Briem, Mandólínhljómsveit Reykjavíkur (sjá grein annars staðar í blaðinu) eru nú að halda hljómleika á fimmta starfsári sínu og þús- undir heimila hafa notið ánægju þeirrar, er hljóm- listin ein veitir, fyrir tilstilli hins bvíthærða meistara, Blaðið hringdi til Sigurðar Briem í tilefni afmælis- ins og spurði hann hvað væri afmælisósk hans. „Osk mín er að ég megi halda heilsu til að kenna í önnur 25 ár,“ var svarið. Við vonurn að þessi ósk megi rætast, og fyrir hönd íslenzkra hljómlistarunnenda færir blaðið Sigurði Briem hugheilustu hamingjuóskir og þakkir fyrir gott og gæfuríkt starf, og eitt er víst, „að sá, er hefur fundið lffsstarf sitt, hefur fundið hamingjuna". T. A. Talaðu og við erum tfélagar — syngdu og við erum systur og bræður. Þýzkjur málsháttur. MUSICA 1 7

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.