Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 30

Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 30
Charlie Shavers trompet Harry Carney . . . barytone sax Howard McGee trompet Buddy DeFranco . .. clarinett Bill Harris trombon Mel Powell píanó Kai Winding trombon Shelly Manne trommur Jack Teagarden trombon Eddie Safranski ... . bassi Johnny Hodges .... alto sax Oscar Moore guitar Charlie Parker altio sax Pete Rugolo útsetjari Vido Musso tenor sax Buddy Stewart söngvari Plip Philips tenor sax June Ohristy söngkona Molar Mikil Jazz-hátíðarhöld hafa farið fram í borginni Nissa í Frakklandi. Voru þau haldin að tilhlutun Hugues Panasie, jazzgagnrýnandans fræga, og fransks dagblaðs. Eru þetta efalaust mestu hátíðarhöld, er haldin hafa verið ú vegum jazzins og tókust þau mjög vel. Þær hljómsveitir, eru léku á hátíðinni, voru m. a.: Rex Stewart og hljómsveit hans, Louis Armstrong og hljómsveit hans, Zutty Zingelton, Jack Teagarden, Coleman Hawkins og Dizzy Gillispie, svo að nokkur nöfn séu nefnd. Jazzhljómleikur var í Austurbæjarbíó á vegum barnahjálpar sameinuðu þjóðanna, mikil aðsókn var að hljómleiknum, og tókst hann mjög vel. Dizzy Gillispie og Ghubby Jackson eru nú á ferða- lagi um Evrópu og 'hafa vakið mikla hrifningu. Þeir eru nú á Norðurlöndum. The quintett of the 'hot club of Franec er aftur býrjuð að leika saman eftir fimm ára hlé. Django Reihard er jafn góður og hann var, en Step- han Graphelli lei'kur eins og hann hafi mistt allan rythma. Þau fimm ár, er hann dvaldi í Englandi, hafa ekki haft bætandi áhrif á hann. Bróðir Djangos, Joseph, leikur annan guitar, frændi hans, Eugene Vees, þriðja og Fre Eremlin leikur á bassa. Rytihminn er nokkuð þungur, og þó að leikur quintettsins sé góður, þá varð hann jazzvinum von- brigði. Rex Stewart og hljómsveit hans eru nú um það bil að leggja af stað til Bandaríkjanna, en 'þeir hafa eins og kunnugt er dvalið í 6 mánuði í Evrópu. Hefir hljómsveitin hvarvetna hlotið frábæra dóma og er heimsókn hennar líkt við heimsóknir Ellingtons og Lunceford. Nokkrar breytingar höfðu verið gerðar á hljóm- sveitinni var Barney Bigard kominn á clarinettið og Ted Curry á trommurnar. Rex hefir leikið inn á fjölda hljómplatna í Frakk- landi og segir Hugues Panasie lí „Le Jazz Hot“ „að Stewart Ihafi enn sýnt, að hann sé einn fremsti trom- petleikari 'heimsins“. Annars virðist Svavar litli Gests vera lítið hrifinn af Stewart eftir því sem hann segir í d'álki, er hann kallar „Svavar svarar". Segir hann þar að Rex greyið sé alveg ómögulegur og ekki sé hann Sandy betri, en Vernon er að líkindum skástur, að því er Svavar álítur. Dæmir Svavar þarna að líkindum eftir nýjustu plöt- um Stewarts og væri fróðlegt að heyra þær sem fyrst á næstu „Plötu Session" hans. Væri og fróðlegt fyrir hina erlendu gagnrýnendur að kynna sér álit Svavars og læra af honum „að dæma eftir músikinni, en láta ekki hörundslitinn blekkja sig“. Tímaritið „MUSICA". Tónlistartímarit, kemur út 6 sinnum á ári. — Utgefandi: Drang- eyjarútgáfan. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður Tage Ammendrup. Ritstjórn og afgreiðsla Laugaveg 58, símar 3311 og 3896. — Askrift- arverð 40 kr. fyrir árið. — Sent burðargjaldsfrítt um allt land. 30 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.