Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 18
ERIK TAVASTSTJERNE:
Nýr rússneskur söngleikur
Leningrad.
Salurinn er þéttskipaður í Maljil Opernij Teatre,
litla söngleikaihúsinu í Leningrad. Það er frumsýning
á nýjum söngleik eftir Sergej Prokofjeff, söngleiknum
„Stríð og friður“. Söngleikurinn er saminn eftir sögu
Tolstojs með sama nafni. Höfundurinn sjálfur og
fjöldi gagnrýnenda hvaðanæva frá í Rússland eru
viðstaddir og komu flestir þeirra með næturhraðlest-
inni „Rauða pílan“ frá Moskvu til að vera viðstaddir
sýninguna.
Söngleikur eftir Prokofjeff.
Er hægt að hugsa sér ólíkari verk en t. d. „Alli og
Lolly“ og „Klassíska sinfónían"?
Fyrra verkið er söngleikur, og er undirleikur hljóm-
sveitarinnar vélrænn og óheflaður og veslings söngv-
ararnir verða að hafa sig alla við til að yfirgnæfa
hljómsveitina.
Aftur á móti er kampavínsbragð að hinni „klass-
ísku sinfóníu“, hún er fínleg, teygjanleg og þægileg
að hlusta á, en ég verð að viðurkenna, að enn hefur
mér ekki tekizt að skilia hinn rússneska meistara.
Sergej Pro\ofjeff
Ég hef verið viðstaddur kammei'hljómleik í Mosk-
vu, og voru þar uppfærð þrjú af verkum Prokofjeffs,
hin nýsamda 7. sónata, „fantasía" fyrir cello og píanó
og einn strokkvartett.
Ég verð að segja, að álit mitt á Prokofjeff rénaði
mikið eftir þann hljómleik, en skömmu seinna heyrði
ég pólska píanósnillinginn Jakov Zak leika hina þrjá
píanó'konserta Prokofjeffs, og þeir voru með sanni
stórkostlegt meistaraverk.
Meðan ég 'beið þess að leikurinn hæfist, ri'fjaði ég
upp fyrir mér forsögu leiksins.
Eftir árás Þjóðverja sumarið 1941 byrjaði Prokofjeff
að semja leikinn. Saga Tolstojs hafði allt í einu fengið
nýja þýðingu, og árið 1942 var leikurinn fullsaminn,
en var eigi frumsýndur fyrr en árið 1947. Aður en ég
fer lengra og byrja að lýsa leiknum, vil ég strax segja:
„Leikurinn er stórkostlegur.“
Prokofjeff hefur sjálfur samið textann með aðstoð
rithöfundarins Mary Menelsdhn, er seinna varð kona
hans, og má heita furðulegt hve góðu valdi þau ná á
leiknum og hve vel þeim tekst ^ð lýsa skapferli sögu-
hetjanna innan hins þrönga ramma söngleiksins.
„Stríð og friður“ tekur tvö kvöld, og er í 16 þáttum,
en ég var svo óheppinn að sjá aðeins fyrstu átta þætt-
ina, en þeir eru meistaraver\.
Ég var svo hepinn að fá tækifæri til að heyra söng-
leik Brittens, „Peter Grimes“ í Stokkhólmi, og ég þori
að fullyrða að þessir tveir leikir marka tímamót í sögu
söngleikjanna.
Fyrstu þættir leiksins eru helgaðir ástarævintýri Na-
tösju Rostövu og Andrej Bol'konskij fursta.
Áhrifamestu atriði leiksins eru heimsókn Andrej
fursta á óðalssetur Rostóvanna, er hann dansar í fyrsta
sinn við Natösju, heimsókn Natösju og föður hennar
ril Andrej og lítilsvirðing sú, er faðir Andrej, Bolkon-
skij fursti, sýnir þeim.
En þrátt fyrir allt blómstrar ást hinna ungu áfram,
þar til Natasja verðu-r ástfangin af Anatolj Kuragin,
lítilmótlegum flagara, og er átakanlega lýst örvænt-
18 MUSICA