Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 5

Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 5
bætandi áhrif á músíkkennslu hér í framtíðinni. Enn fremur er í hyggju að hafa þyngra nám og sérstök próf, heldur en tíðkazt hefur hingað til, fyrir þá, sem ástæður hafa til að stunda tónlistarnám eingöngu, og er það mjög ákjósanlegt, því hér ber á miklum og prýðilegum tónlistabhæfileikum, sem ekki geta fengið að njóta sín til fullnustu, sökum þess að viðkomandi persónur þurfa að sinna öðrum störfum samtímis.“ „Hvað er helzta og þýðingarmesta málið á íslenzk- um tónlistarvettvangi núna?“ „Það er stofnun fyrsta flokks sinfóníuhljómsveitar. Eins og minnzt hefur verið á í dagblöðum bæjarins nýlega, hefur mál þetta verið rætt á Alþingi og hefur fengið ágætar undirtektir. Ætlunin er, að þetta verði 50 manna hljómsveit, en það er minnsta stærð af fyrsta flokks sinfóníuhljómsveitum, og er þá farið eftir heimsmælikvarða. I henni verða margir af kenn- urum Tónlistarskólans auk annarra tónlistarmanna. En það verður nauðsynlegt að fá nokkra erlenda tón- listarmenn til viðbótar. Slíkt tíðkast alls staðar meðal menningar- og músíkþjóða, og er ekkert sérstakt fyrirbrigði hér. Einnig verður þörf á að fá nokkur hljóðfæri erlendis frá til viðbótar, 'því að, sem eðlilegt er, þá höfum við ekki hljóðfærasafn fyrir heila sin- fóníuhljómsveit, þar eð slíkt hefur verið óþarft til þessa.“ „Þá fyrst, er við höfum fengið slíka hljómsveit, get- um við farið að flytja öll stórverk meistaranna á sóma- samlegan hátt, og með því skapast möguleiki til að vekja betur eftirtekt fólks á æðri tónlist og þroska smekk þess. Hér hefur það ekki átt kost á að hlusta á æðri tónlist flutta af fyrsta flokks sinfóníuhljóm- sveit, nema í útvarpi, og ef til vill kvikmyndum, en þá er hætt við, að eftirtekt manna sé ekki ajvinlega eins óskipt og í persónulegri návist hljómsveitar á hljómleikum." „Hljómsveit þessi verður auk þess skipuð tónlistar- mönnum, sem ekki munu stunda aðra atvinnu og geta þá helgað sig tónlistinni og hljómsveitaræfingum algerlega, og nær þá staffið tilætluðum árangri." „Sennilega munu menn finna, hve klassíska tón- listin verður meira lifandi, þegar hún er flutt af slíkri hljómsveit í persónulegri návist áheyrenda, og er þá ekki ólíklegt, að smekkur fólks og mat þess á klass- ískri músík taki breytingum til batnaðar. Vonandi mun ekki líða á löngu, þar til við Islendingar eigum kost á þess konar tónlistartúikun á svipaðan hátt og aðrar menningarþjóðir.“ „Að lokum, Páll, getur ekki starfsemi slíkrar hljóm- sveitar haft áhrif á tónsmíð hér á landi ?“ Henry Holsfr kemur fril Íslands Henry Holst, hinn frægi danski fiðlusnillingur, hef- ur verið ráðinn hingað í hljómleikaför á vegum Tón- listarfélagsins. Er koma Holst til Islands mikiil fengur íslenzkum hljómlistarunnendum og á Tónlistarfélagið þakkir skilið fyrir ráðninguna. Henry Holst fæddist í Sæby í Danmörku 25. júlí 1899 og byrjaði fiðlunám 6 ára gamall hjá fiðlukenn- ara þorpsins. Er hann hafði verið hjá honum um tíma, fór hann til hins þekkta fiðlukennara frú Bundt- gaard-Jensen, og varð hann að fara /2 tíma járnbraut- arferð til að komast í tíma. Er Holst var 13 ára, varð hann fyrir því happi, að Peder Möller, 'fiðlusnillingurinn frægi, heyrði hann leika. Möller varð stórhrifinn af leik Holsts og tók að sér að kenna honum, og hafði Holst mikið gagn af veru sinni hjá honum, þó hún yrði skömm, þar eð Möller fékk taugaáfall og lézt af völdum þess skömmu síðar. En hann varð skömmu síðar svo heppirin að kom- ast á Tónlistarskólann og fékk að stunda þar nám sér að kostnaðarlausu. Lauk hann þaðan prófi árið 1917. Nú hefði hann getað hafið kennslu í heimabæ sínum og fengið stöðu við hljómsveitina þar, en það var ekki ætlun hans. Vonir hans stóðu miklu hærra. Heppnin, er hingað til hafði fylgt honum, kom aft- ur til skjalanna, er Emil Telmanyi hlustaði á leik hans. Telmanyi varð stórhrifinn og bauð Holst að taka að sér kennslu hans. Eftir eins árs nám hjá Telmanyi hélt Holst fyrsta hljómleik sinn og fékk rnjög góða dóma, einnig fékk hann styrk til framhaldsnáms erlendis, og eftir enn (Frh. á bls. 8.) „Jú, vissulega. Það eru einmitt miklar líkur fyrir því, að starf hljómsveitarinnar geti haft uppörvandi áhrif á tónskáld okkar og það gæti orðið mikilvægt fyrir músík- og menningarlíf þjóðarinnar innan lands og utan.“ A. K. MUSICA 5

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.