Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 15

Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 15
VIÐSJA Island. Von er á danska fiðlusnillingnum Henry Holst hingað í vor á vegum Tólistarfélagsins. Má telja komu hans mikið happ fyrir íslenzkt tónlistarfif. Gunnar Egils clarinettleikari er nú kominn heim, eftir eins árs nám í Baftdaríkjunum. Hann mun væntanlega far út næsta haust aftur, að þessu sinni til Englands. Hann mun taka upp aítur leik sinn með hljómsveit Björns R. Einarssonar og einnig mun hann leika með sinfóníuihljómsveitinni. Danmör\. íslenzki píanóleikarinn Axel Arnfjörð hélt fyrir skömmu hljómleika í Kaupmannáhöfn ásamt danska fiðluleikaranum Börge Hilfred og hafa þeir félagar hlotið mjög góða dóma. Þeir félagar höfðu ráðgera að koma hingað til hljómleikalhalda í fyrrasumar, en vegna ófyrirsjáanlegra atvika varð ekkert úr ferðinni. Emil Telmanyi, fiðlusnillingurinn heimskunni, er oft 'hefur gist Island á vegum Tónlistarfélagsins, hefur haldið nokkra Ihljómleika með strengjahljómsveit sinni við ágætar viðtökur. Todd Duncan og Anne Brown, négrasöngvararnir frægu, er hafa sungið Porgy og Bess (aðalhlutverkin í samnefndri óperu Gerswhins) hafa verið í hljómleika- ferð um Evrópu. Þau hafa bæði verið í Danmörku og hefur Duncan sungið Porgy á Konunglega leik'húsinu, en Einar Nörreby hefur áður sungið það 'hlutverk, og rnátti glöggt heyra að Todd Duncan var Porgy, og gagnrýnendur í Danmörku segja, að leik Duncans sé ekki hægt að gleyrna. Annars má segja að óvenju mikið hafi verið um tónlistarmenn í Danmörku síðasta vetur, og má nefna t. d.: Yehudi Menuhin, Brailowsky, Praga quartett- inn, Vasa Prilhoda, Zegovia, Lawrence Tibbet, Doris Doree, Todd Duncan, Anne Brown. Auk þess hafa komið ballettflokkar, þ. á m. Sandler Wells ballettinn og ba'llettfiokkur frá París. Er okkur verður litið á þennan lista, fáum við flest vatn í munninn. Látum oss því vona, að þeir tímar muni koma, að við getum aftur fengið hingað lista- menn eins og árin eftir stríðið. Noregur. Tóns\áldaráð Norðurlanda hélt fund í Osló dag- ana 21.—22. febr. og ræddi nýja höfundalöggjöf fyrir Norðurlöndum og undirbúning að tónlistarlhátíð, er ráðið gengst fyrir í Osló á hausti komanda. Island er nú í fyrsta sinn aðili í ráðinu, þar sem menn töldu þátttöku Islands í Bernarsambandinu skilyrði fyrir upptöku í ráðið. A mótinu munu verða haldnir þrír hljómleikar, er filharmoníuhljómsveitin í Osló mun annast og þess utan verða haldnir kammertónleikar og kirkjutón- leikar. Rise Stewens. Todd Duncan. MUSICA 1 5

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.