Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 12

Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 12
Norðmenn breyfra Péfrri Gaut 2. marz 1948 var merkisdagur, því að þann dag var Pétur Gautur frumsýndur í „Det Norske Teater“ í sinni nýju mynd. Rifhöfundurinn Henrik Rytter hefur þýtt leikinn á nýnorsku og Hara'ld Sæverud, hið þekkta norska tónskáld, hefur samið tónlistina, tónlist Griegs hefur verið fjarlægð. Þessi tilraun er hin merkilegasta, og er henni fylgt með álhuga um allan íheim, og eru líkindi til að mikið verði um hana deilt heima í Noregi svo og annars staðar. Hans Jacob Nielsen forstjóri leik'hússins hefur í ræðu, er hann hélt í norska stúdenta'félaginu, gert grein fyrir ástæðunum fyrir þessum breytingum. Hann heldur því fram, að tónlist Griegs hafi haft áhrif á leikritið hvar um heim sem það hefur verið uppfært. „Tónlist Griegs á ekkert skylt við efni leiksins,“ segir forstjórinn. „Hún er of rómantísk.“ „I Pétri Gaut má sjá æsku Ibsens, „fylliríisskálds- ins“, eins og einn af velgerðamönnum hans kallaði hann, er hann stjórnaði leikhúsinu í Kristianiu, sló Slöku við starf sitt, en sat þess í stað á lélegum kaffi- húsum, drakk og slæptist. En vegna tónlistar Greigs (og bændasagna Björnsons) er Gautur orðinn ao nokkurs konar „rómantískri“ hetju, svallgefinni, en undir hinu hrjúfa yfirborði „en god gut“. „Og þannig er hið brennandi háðrit Ibsens orðið að nokkurs konar hetjusögn.“ Þannig farast hinum norska leikhússtjóra orð, og verður fróðegt að sjá hvernig tilraunin tekst. komast í hendur góðs 'kennara, og þá mætti mikils af honum vænta. Guðmunda Elíasdóttir skilaði sínu hlutverki af mik- illi smekkvísi eins og við mátti búast, og var fram- koma hennar á svðinu öll með ágætum. Undirleikur Weisshappels var öruggur að vanda. T. A. Stephan Foster eins og hann er í myndinni er var samin um líf hans. Æviógrip Stephans CoIIins Foster Stephan Foster, einn af vinsælustu þjóðlagahöfund- um, er uppi hafa verið, fæddist í Lawrenceville, Pen- sylvaníu, 4. júli 1836. Hann hefur alls samið um það bil 175 lög, og munu um 20 þeirra enn lifa meðal alþýðu manna um allan 'heim. Hver þekkir ekki lög eins og „Old Black Joe“, „Old Folks at Home“, „My Old Kentucky Home“ og „Beautiful Dreamer" ? Það má segja að þessi tregablöndnu, fallegu lög hafi 'hrært hjarta hvers manns hins siðmenntaða heims með einfaldleik sínum, tilfinningadýpt og fegurð. Það er sagt um Foster, að hann hafi setið tímunum saman og hlustað á söngva hinna svörtu þræla, og gegnum sönginn kynntist hann hinum svarta manni, kynntist góðlyndi hans og barnslegri þrá eftir betri ævi, hann skildi hve bágt sá maður á, er á allt sitt undir duttlungum hvítra húsbænda, manna, er litu á svertingjana ekki sem menn, heldur sem skepnur. Fyrst eftir að Foster 'hóf feril sinn sem tónskáld var hann svo fátækur sem mest má vera, en smátt og smátt tók honum að græðast fé, hann gi’fti sig og eignaðist barn, en heitasta ósk Fosters var að búa til stórt verk, og er hann hafði unnið að því um langan tíma, lét hann uppfæra það, en það hlaut slæma dóma, og 'hafði þetta mikil áhrif á hann. Brátt kom að því að vinsældir hans tóku að minnka, lagðist hann þá í drykkjuskap, skildi við konuna og framdi sjálfsmorð, 13. jan. 1864, þá 38 ára að aldri. 12 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.