Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 19

Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 19
Rí\isóperan í Moskvu. ingu hennar, er hún reynir að berjast gegn því, að Kuragin nái valdi yfir henni. En vinur Andrej, Pierre Bezulhov, kallar Kuragin á sinn fund, en er hann ætlar að tala yfir hausamótum flagarans, kemur vinur'Pierres inn. „Ovinirnir hafa farið yfir landamærin," segir hann. „Þýðir það að stríð sé skollið á?“ hrópar Pierre. „Já,“ er hið rólega svar. Þetta atriði var stórkosflegt og með síðustu orðum Pierres skar skerandi stríðsthema sig út úr hinni áður rólegu áferð hljómsveitarinnar og þaðan frá breytist rás viðburðanna, friðurinn víkur fyrir stríðinu. Attundi þáttur gerist fyrir orrustuna við Borodino og sýnir Andrej fursta, þar sem hann stendur dálítið til hliðar og virðir fyrir sér hina iðandi kös af flótta- mönnum og hermönnum, er æðir um öll stræti. Hann lætur eitt augnablik hugann reika aftur til Natösju, hinnar fallegu en ótryggu Natösju, en bítur svo á vörina, engin viðkvæmni skal komast að, nú er hann hermaður, reiðubúinn að offra öllu fyrir ættjörðina. LJppfærslan var stórkostleg, söngvararnir með af- brigðum og 120 manna hljómsveit undir ágætri stjórn Samesud prýðileg. Hinir rússnesku áheyrendur eru þáttur fyrir sig. Eg held að hvergi í heiminum sé jafn mikill áhugi fyrir söngleikjum og í Rúslandi og í söngleikahöllunum í Leningrad og Moskvu er ávallt útselt til síðasta sætis. Fólkið fylgir nákvæmlega hverju smáatriði í leiknum og í hléunum er rætt af kappi um leikinn. Það er ævintýri að hlusta á söngleik í RússJandi, — vegna leikaranna — vegna leiksins — og vegna áheyr- endanna. VIÐ GETUM VERIÐ HREYKNIR . . . í enska tónlistarblaðinu Musical Express er grein um Þórunni Tryggvadóttur undir fyrirsögninni: Undrabarn fcer 1000 pund. Segist blaðið hafa haft viðtal við föður Þórunnar, Jóhann Tryggvason, og hafi hann sagt að Þórunn litla 'hafi haft 26000.00 ísl. kr. upp úr viku hljómleikaferðalagi, er hún fór til Islands. Segist hann ennfremur vonast til, að Þórunn getið haldið áfram námi, fyrir þessa upphæð, til 'haustsins. — Blaðið getur einnig um barnahljómleika, er haldnir voru í London og þar lék Þórunn, með undirleik sinfónfuhljómsveitarinnar í London, við ágætar viðtökur. Islendingar geta með sanni verið hreyknir af Þórunni litlu og er vonandi að ríkisstjórnin leggi ríflegan styrk handa henni árlega svo að við missum ekki af þvílíku listamannsefni sem hún er. — Við getum sannarlega verið hreykin af henni. MUSICA 19

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.