Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 26

Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 26
Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur stofnuð Sá merkisviðburður, að sinfóníuhljómsveit var stofnuð í Reykjavík, átti sér stað í haust. I stjórn 'hljómsveitarinnar voru kjörpir þeir Indriði Bogason, Fritz Weisshappel og Sveinn Olafsson. Hljómsveitin hóf æfingar í nóvember og hefur síð- an haldið tvo hljómleika, þá fyrri í janúar undir stjórn dr. Victors v. Urbantschitsdh, einleikari með hljómsveitinni var Röngvaldur Sigurjónsson, en þá seinni í marz (Mozarthljómleika) undir stjórn Ró- berts Abraham, en einleikari var þá Egill Jónsson, clarinett. B'áðir hljómleikarnir fengu mjög góðar undirtektir og má með sönnu segja, að stofun hljómsveitarinnar sé einn mesti viðburður íslenzkrar tónlistarsögu. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga um fjárveitingu til hljómsveitarinnar að upphæð 600,000,00, og eru allar líkur til að þetta sjálfsagða frumvarp nái fram að ganga. Reykvíkingar mega vera stoltir yfir að eiga nú sína "eigin sinfóníuhljómsveit og eiga þeir menn, er að stofnun hennar stóðu, miklar þakkir skilið fyrir dugn- að sinn og áræði. Hljómsveitin er þannig skipuð: | liiliátlil SIi iUli -—— j Sitjandi talið frá vinstri: Skapti Sigþórsson, 1. fiðla, Snorri Þorvaldsson, 1. fiðla, Hallgrímur Hclgason, 1. fiðla, Þorvaldur Steingrímsson, 1. fiðla, Jón Sen, 1. fiðla, Hans Stephanek 1. fiðla (konsertmeistari), Katrín Dannheim, 1. fiðla, Jóhannes Eggertsson, cello, Heinz Edelstein, cello, Þórhallur Árnason, cello, Ólafur Markússon, viola, Jónas Dagbjartsson, 2. fiðla, Þór- ir Jónsson, 2. fiðla, Ingi Gröndal, viola, Sveinn Ólafsson, viola, Indriði Bogason, viola, Sigurður Gestsson, 2. fiðla, Ingi Gröndal, 2. fiðla, Ingvar Jónasson, 2. fiðla, Valborg Þorvaldsdóttir, 2. fiðla, Beryl Koílbeinsson, 2. fiðla. — Standandi, talið frá vinstri: Egill Jónsson, clarinett, Vilhjálmur Guðjónsson, clarinett, Oddgeir Hjartarson, flauta, Eiríkur Magnússon, fagott, Árni Bjömsson, flauta, Andrés Kolbeinsson, oboe, Tómas Albertsson, obóe, Einar B. Waage, kontrabassi, Fritz Weisshappel, kontratassi, næstur, fremst á myndinni, er stjórnandi hljómsvcitarinnar, dr. V. Urtantschitsch, Albert Klahn, slagverk, Guð- laugur Magnússon, trompet, Karl Ó. Runólfsson, trompet, Jón Sigurðsson, horn. (Á myndina vantar Óskar Cortes, 1. fiðla, Josef Felzman, 2. fiðla, Wilhelm Lanzky-Otto, horn, Lárus Jónsson, slagverk, Guðm. Nordahl, clarinett. — (Ljósm.: Vignir). 26 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.