Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 2

Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 2
Fylgt úr hlaði Sumardagskráin ber jafnan dálítið annan svip en dagskrá vetrarins. Það er léttara yfir henni. Þannig á það líka að vera. Fólk er í léttara skapi yfir sumar- mánuðina en í svartasta skammdeginu, — að minnsta kosti ef sæmiJega viðrar. Og þegar kvöfdin eru björt, hefur enginn eirð í sér til að sitja og hlusta á jning og fræðileg erindi eða stórbrotin tónverk, þrungin harmrænum örlögum og hver veit hverju. Enn hefur dagskráin samt ekki sett upp sumar- svipinn að öllu leyti. Næstu vikurnar verða til dæm- is flutt nokkur erindi, og sum þeirra ekki ómerkileg. Kristinn Olafsson lögfræðingur flytur jiriðja og síð- asta erindi sitt um skáldið Orn Arnarson. Þau tvö, sem hann hefur j)egar flutt, hafa verið hin fróðleg- ustu, auðgað hlustendur af Jjekkingu um liið merki- lega skákl og gert mynd hans svipmeiri í huga jreirra. Fyrirlesarinn flutti fyrsta erindið helzt til hratt, einkum síðasta kafla jress, en flutningur ann- ars erindisins var óaðfinnanlegur. Margt athvglis- vert hefur komið fram í erindum þessum, sem gaman væri og fróðlegt að mega athuga nánar í prentuðu máli, — en það bíður síns tíma. Dr. Matthias Jónasson flytur tvö útvarpserindi á næstunni sem nefnast „Gáfnafar og námsháttur“. Það er ekki ýkjulangt síðan, að dr. Matthías Jónass. flutti nokkur útvarpserindi um skóla- og uppeldis- mál, sem tvfmælalaust má telja Jiað merkasta, sem Jjar hefur verið sagt varðandi ýmsa snörustu jjætti þessa efnis. Má óefað gera ráð fyrir, að þessi tvö erindi verði og liin merkilegustu, enda er dr. Matthfas þessum málum manna kunnugastur. Þá flytur dr. Einar Ólafnr Sveinsson erindi „Frá Hjaltlandi“, en þar dvaldist hann um hríð síðastlið- ið sumar, og gerði Jiar ýmsar athuganir varðandi staðhætti og örnefni, með tilliti til þeirra fornsagna Jjátta okkar, er þar gerast. Verða Jressi erindi vissu- lega hin fróðlegustu, — og hin skemmtilegustu, — Jjví að dr. Einar Ólafur Sveinsson er alltaf í léttu skapi og hress i anda, þegar hann kemur að hljóð- nemanum. Þann 17. júní verður þjóðhátíð í Reykjavík með jjMP i v UTVARpsblaðIB AhV Ritstjóri og ábyrgðarmaður LOFTUR GUÐMUNDSSON Afgreiðsla BÓKABÚÐ MENNINGARSJÓÐS Hverfisgötu 21 — Reykjavík Pósthólf 1043 - Sími 80282 Áskriftarverð kr. 55,00 — í lausasölu kr. 3,00 blaðið Blaðið kemur út hálfsmánaðarlega Prentað í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR H. F. svipuðu sniði og undanfarin ár; verður einstökum hátíðaratriðum og skemmtiþáttum útvarpað þaðan. Enn er þetta þó ekki nánar ákveðið; ræðumenn hafa til dæmis ekki enn verið valdir; — en torgdanzinum verður áreiðanlega útvarpað, eftir Jtví sem fiing eru á, og eflaust verður Erlendur Ó. Pétursson þulur við það tækifæri, svo frerni, sem hann hefur fótavist eða okkar gamla góða KR hefur ekki beðið óbæri- legan ósigur skömmu áður. Það er leitt að sjón- varpið skuli ekki vera komið, Jtví að svo skemmti- legur, sem Erlendur er að hevra við slík tækifæri, er hann þó enn skemmtilegri að sjá; — i kvöld döns- um við, hverju sem rignir! Skipt er meining rnanna um hina breyttu tilhög- un morgunútvarpsins. Þeir eru margir, að minnsta kosti meðal borgarbúa, sem ekki Jrykjast liafa tíma til Jress um níuleytið á morgnana, að hlusta á erinda- flutning, jafnvel Jiótt erindin séu i stytzta lagi. Hinsvegar sé liollt að hlusta á hressilega og fjöruga tónlist í Jrann mund, sem maður er að nudda stír- urnar úr augunum. Hvort fólk til sveita hefur tima til að njóta morgunútvarpsins veit ég ekki, en það er áreiðanlega löngu búið að nudda stírurnar úr augunum. Það mætti segja mér, að Jjað gæti ekki hlustað að ráði á útvarp á þeim tíma, vegna Jjess, að það væri J)á flest komið til vinnu sinnar. 2 ÚTVARPSBLAÐBÐ

x

Útvarpsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.