Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 16

Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 16
izt það, að nauðsynlegt er að liafa girðingu i kring- um slíka garða. Girðingarnar geta verið nieð ýmsu móti og getur það farið eftir staðháttum lwað bezt á við á hverjum stað, einna fallegastar þykja mér járn rimlagirðingarnar í lágum múrvegg, og eru þá liafð- ir múrstöplar upp í fulla hæð girðingarinnar, með nokkurra metra millibili, járnrimlunum til styrktar. - Einkum þykja mér fallegar slíkar girðingar umhverf- is stóra garða. Trérimlagirðingar geta einnig verið fallegar, sé þeim vel við haldið, en á þvi vill oft verða ærinn misbrestur. Steinstevpugirðingar eru al- gengastar umhverfis skrúðgarða i kaupstöðum, en eru ekki að öUum jafnaði faUegar og íburðanniklar, ]>ær hafa ])á ])ann kost, að þær veita meira skjól. en þær tvær gerðir girðinga, sem áður eru nefndar. Upp til sveita geta vel hlaðnir grjót- og snyddu- garðar, — torfgarðar, — samrýmst vel staðháttum. I kaupstöðum ættu ibúðarhúsin Iivergi að standa nær götu en það, að hægt sé að hafa nokkurn hluta garðsins fyrir framan húsið, að götunni. Með að- stoð gróðurhúsa og stöðugri endurnýjun blómagróð- ursins eftir þörfum, og ræktun í þar til gerðum ilát- um, sem ])á værú sett upp samkvæmt fullkomnu skipulagi væri liægt að skreyta öll helztu torg kaupstaðanna blómum allt sumarið. I venjulegum skrúðgörðum verða grasfletir að teljast nauðsynlegir, en því aðeins er grasflötin til ánægju og prýðis í garðinum, að hún sé vel hirt og í góðri rækt. og ætti að vanda gerð þeirra meira, heldur en þegar um venjulega túnsléttur er að ræða. Ekki er altaf rétt- mætt að hafa grasflatir þessar hornréttar eða reglu- legar að lögun, fer það eftir staðháttum, hvað bezt fer i því efni. Það er fátt, sem betur getur sameinað þær andstæður, er kunna að vera i skipulagi garðs- ins, heldur en vel hirt grasflöt. Halda þarf grasköntum jöfnum og snyrta þá til öðru hverju yfir sumarið. Eitt veigamesta atriðið við liirðinguna, er að slá blettinn nógu oft, og þarf að halda þeim alltaf hálfsnöggum. Eigi grasblettir í skrúðgörðum að vera ræktarlegir og fallegir, þurfa ])eir meiri áburð en meðaltún, og eitt af þvi, sem fólk virðist ekki gera sér nægilega ljóst i þessu sam- bandi, er ])að, að nauðsvnlegt er að valtra grasflöt- ina öðru hverju. Venja er að gróðursetja hávaxinn gróður, til dæm- is tré eða runna, utan með garðinum til skjóls og prýðis, og ennfremur til þess að fá nokkra einangrun frá umhverfinu. Séu grasflatirnar ekki því minni, má gróðursetja i þær einstök tré eða runna, og er prýði að. Oftast fer bezt á því, að blómabeðunum sé ætlaður staður í útjöðrum grasblettsins og með- frain gangstígum, veggjum, eða upp að grunni húss- ins, en að skera flatirnar mjög sundur, einkum um miðju, er sjaldan til prýðis, og þó sízt ef þau beð sem eru i miðri flötinni, eru ætluð fyrir sumarblóm; Þau beð eru þá að jafnaði meiri hluta ársins aðeins flag, sem lýtir mjög flötina. Hentugar þökur til þess að gera flatir í skrúðgörðum, má oft fá i valllendis- brekkum, árbökkum, eða gömlum, vel ræktuðum túnum, en nauðsnylegt er, að það land, sem ætlað er til ofanristu í því skyni, sé algerlega laust við illgresi. Góðar fræblöndur fyrir slíkar grasflatir má fá í blómaverzlunum, og er 2'A kg. af þvi fræi hæfi- legt magn í 100 fermetra svæði. Þessar grastegundir, hæfilega blandaðar eru góðar i grasfléti: skriðlín- gresi, vallarsveifagras, rýgresi, vallarfoxgras og hvít- smári. Megi búast við að mikið verði troðið á gras- inu, telur Klemens Kristjánsson, ræktunarstjóri á Sámsstöðum þessa fræblöndu heppilega: 50% tún- vingull, 30% vallarsveifgras og 20% túngresi. Oft getur verið hagkvæmt að flutningar að húsinu fari ekki um aðalgarðinn, heldur að húsabaki eða um hliðargötu. Gangstíganiir þurfa að vera þannig, að þeir séu sæmilega þurrir, jafnvel i rigningatíð, en ekki mega hellulagðar eða asfaltbornar götur í skrúð- giirðum vera of breiðar eða áberandi. Þar sem bif- reiðaakstur um garð kemur til greina, er hugsanlegt að svæðið milli hjólasporanna sé haft grasi gróið svo að brautin verði sem minnst áberandi. Gangstigarnir eiga fyrst og fremst að liggja sem bezt við umferð og að öðru leyti að vera tengillður þýðingarmestu staða í garðinum, svo sem lystihúss- ins, trjáreita, blómabeða og svo frv. Sé mikil um- ferð urn grasflötina, er sjálfsagt að leggja gangflísar, — stiklur, — þar sem umferðin er mest. Hellur þessar eru þá lagðar með nokkru millibili, Iiæfilega til þess að ganga megi á hellunum, án þess að stíga á grasið. Til tilbreytingar getur maður fengið litaðar hellur, sem geta farið mjög vel í skrúðgörðum, séu valdir réttir -litir, og þess ])á helzt gætt, að hafa þá ekki of sterka. Enn fremur má auka tilbreytni irieð því að snúa hellunum þannig, að þær viti til dæmis horni hver að annarri, einnig geta brothellur eða ójafnar flísar verið fallegar til þessara nota. Enn- fremur má búa til úr þessum hellum einskonar hlað, til dæmis fvrir framan tröppur við aðaldyr hússins; er þá til prýðis að láta blómagróður vaxa upp 4 milli hellnanna. Ekki er alltaf þörf að nota steyptar hellur, heldur geta venjulegar steinhellur oft komið í þeirra stað. Fallegast er að hafa garigstíga í svipaðri hæð, eða jafnvel ögn lægri en grasflötina og beðin. Venjulegir gangstígar, sem ætlaðir em fyrir nokkra umferð. en ekki eru hellulagðir, heldur þaktir með venjulegun) 16 UTVARPSBLAÐH)

x

Útvarpsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.