Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 6

Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 6
Athyglisuert útvarpsleikrit: „Flekkaðar hendur" ettir Jean-Paul Sartre Verður flutt í útvarpið þann 9. júní næst- komandi á vegum Þjóðleikhússins. Það mun óhætt að fulhjrða, að ekkert þeirra erlendu leikrita, sem Þjóðleikhiisið hefur enn tekið til meðferðar, hafi vakið jafn mikla athygli og umtal og sjónleikurinn: „Flekkaðar hendur“, eftir franska rithöfund- inn og heimspekinginn Jean-Paul Sarte. Ber margt til þess. Höfundurinn tekur til með- ferðar efni, sem nú er efst á baugi, afstöðu einstaklingsins til „flokksins“, og „flokksins" til einstaklingsins, og kryfur það til mergjar og meinsemda af vægðarlausri skarpskyggni, og að því er virðist hlutdrægnislaust. Sartre hefur sjálfur staðið nálægt kommúnista- flokknum um skeið, og má því gera ráð fyrir, að hann viti hvað hann er að segja, er hann lýsir hinum harða flokksaga. Þess utan er leikstjórn Lárusar Pálssonar hin athyglis- verðasta og öllum bar leikgagnrýnendum saman um það, að flestir leikendur gerðu hlutverkum sínum mjög góð skil. Má þar einkum til nefna Gunnar Eyjólfsson, sem lék hlutverk Hugos, en meðferð hans á þessu vandasama hlutverki vakti mikla eftirtekt. Það mun nú fullráðið, að leikrit þetta verði flutt í útvarpið laugardagskvöldið þann 9. júní. Er það merkur dagskrárliður, sem hlust- endur ættu ekki að setja sig úr færi að njóta. Efni leikritsins verður ekki rakið hér, nema að litlu leyti. Höfundur lætur atburðina ger- ast í „Illeríu“, en ýmisslegt er það, sem sýnir og sannar hvaða ríki hann liefur í huga, enda hét eitt af löndum Mið-Evrópu því nafni til forna, Þegar leikurinn hefst, er landið her- setið af Þjóðverjum; hinsvegar hafa borist fregnir af liraðri framsókn rússnesku herj- anna á nálægum vígstöðvum, og allt bendir til þess, að ekki muni líða á löngu, áður en Þjóðverjar verði hraktir á brott úr landinu. Kommúnistaflokkur Illeríu hefur að sjálf- sögðu neyðst til að láta litið á sér bera, eftir komu Þjóðverjanna. Auk þess hafa forráða- menn hans ekkert samband getað haft við „móðurflokkinn“ rússneska, og vita því ekki með vissu, hvernig þeim beri að bregðast við vandamálum dagsins. Aðalviðfangsefni þeirra verður að skipuleggja og framkvæma ýmiss skemmdarverk. Þegar fregnirnar af sigr um kommúnistaherjanna taka að berast, breytist viðhorfið; forráðamenn kpmmúnista- flokksins greinir á um leiðir; ritari flokksins, 6 ÚTVARPSBLAÐIÐ

x

Útvarpsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.