Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 5

Útvarpsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 5
mikið lof fyrir flutning ljóðrænna söngva, en þó einkum fyrir ,,koloratur“-söng sinn. Meðal annars hélt hún slíkar söngskemmt- anir í félagi við hið heimskunna tónskáld, Paul Hindemith, söng þá eingöngu lög eftir hann, en hann annaðist undirleikinn. Hinde- mith hafði samið lagaflokk, er hann nefndi „Marienleben“, en leizt hann svo erfiður í flutningi í sinni upprunalegu mynd, að hann gerði af honum aðra „útsetningu“, sýnu auð- veldari. En er hann hafði heyrt Else*Múhl syngja lagaflokkinn, eins og hann hafði sam- ið hann fyrst, lét hann svo ummælt, að sér mundi aldrei hafa komið til hugar, að breyta honum, ef sig hefði grunað, að nokkur söng- kona gæti flutt erfiðari útsetninguna með slíkum ágætum. Ekki er ósennilegt, að út- varpshlustendum gefizt kostur á að heyra ungfrúna syngja einmitt þennan lagaflokk. „Þegar söngskemmtunum okkar var lok- ið“, segir Else Múhl, „bað ég Hindemith að gefa mér eiginhandarnafnskrift sína til minn- ingar. En svo hittist á, að hvorugt okkar hafði neinn pappír handbæran, en þá fann hann í fórum sínum póstkort, og var rnynd af rós- um á framhlið þess. Á það reit hann nafn sitt og gaf mér, — Paul Hindemith, sem hing- að til hefur haft harla lítil kynni af rósum ,. “ Söngkonan lætur í ljós undrun sína yfir því, hversu mörgum góðum sönglaöftum Þjóðleikhúsið hafi á að skipa, til óperuflutn- ings. Einkum dáizt hún að söng Stefáns ís- landi. „Óperan verður flutt á ítölsku, en áð- ur hef ég sungið þetta hlutverk á frönsku og þýzku, auk ítölskunnar. Ég ætla að vona, að mér verði það ekki á, að blanda saman frönskunui og ítölskunni, þegar þar að kem- ur; það dregur líka úr þeirri hættu, að þeg- ar við Stefán þurfum að talast eitthvað við, viðvíkjandi söngnum og hlutverkunum, verð- ur okkar báðurn ítalskan tiltækilegust". Sérstaklega rómar óperusöngkonan sam- starfið við leikstjórann, S. Edwardsen, leik- stjóra frá Stokkhólmsóperunni. „Og það er sjaldgæft að eiga að venjast öðrum eins áhuga og hér ríkir hjá öllum, sem að undir- búningi og flutningi óperunnar starfa. Mað- ur verður þess þegar var, að þeim er þetta annað og meira en hversdagslegt starf, og það hefur mikið að segja, hvað árangurinn varðar.“ Líklegt má nú telja, að óperan verði flutt í útvarp í heild, og mun útvarpsblaðið þá flytja endursagt efni hennar og söngvanna, svo að hlustendur megi njóta þess sem bezt. Lokið lækniia^vi Ingólfur Gislason, fyrrv. héraðslæknir, lézt í Landa- kotsspítala þann 14. þ. m. eftir stutta sjúkdómslegu, nær 77 ára að aldri. Hann var Eyfirðingur að ætt, f. |). 17. júlí 1874, að Þverá í Dalsmynni. Ingólfur læknir var út- varpshlustendum að góðu kunnur. A síðastliðnum ár- um flutti hann marga frá- söguþætti í útvarpið, og fjöllúðu þeir einkum um líf og störf íslenzkra héraðslækna á fyrstu áratugum aldarinnar; margar voru endurminningar hans sjálfs úr ferðalögum og starfi og kynnum hans af mönn- um og málefnum. Oll var frásögn hans Ieiftrandi af óvenjulegu fjöri og græskulausri kímni og bar vitni rikri samúð, væmnislausri lífstrú og æðru- lausri karlmennsku, og mun óhætt að segja, að hann hafi verið aufúsugestur hverjum Idustanda. Tvær bækur skrifaði Ingólfur Gíslason, „Læknis- ævi“ og „Vörður við veginn“, og eru ýrnsir frásagna- þætttir, þeir er hann flutti í útvarpið, uppistaðan í þeim bókum. Ingólfur læknir var skáldmæltur vel, gleðimaður og glæsimenni; hafði yndi af góðhest- um og var duglegur ferðamaður, — þurfti og öft á því að halda á sinni læknisævi, — og þá var frá- sagnargleði hans rnest, er hann flutti þætti af ferða- lögum sínum, og munu þær frásagnir lians mörgum hlustendum minnisstæðastar. UTV AKPSBL AÐEB 5

x

Útvarpsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.