Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Side 4
skrár og hefir með höndum umsjón með
framkvæmd hennar og setur gjaldskrá,
í samráði við útvarpsráð. Undir stjórn
útvarpsstjóra heyrir einnig Viðgerðar-
stofa og Viðtækjasmiðja, svo og Við-
tækjaverzlunin.
2. Þér eruð búinn að starfa að mörgum
og fjölbreyttum málum í þágu útvarps-
ins allt frá stofnun þess. — Hvaða verk-
efni er yður hugþekkast frá þessum ár-
um?
Já, ég hefi verið hér fréttamaður og
annast erlendar fréttir, hlustun þeirra,
samningu og flutning. Ég annaðist um
leikritin um tíma. Ég hefi séð um eða
flutt marga þætti, suma meðan þeir
voru að komast af stað eða tekið við af
öðrum, lengi t. d. þáttinn Bækur og
menn, einnig þáttinn Frá útlöndum,
fræðsluþátt, sem byrjaði á yfirferð yfir
Hávamál, oft áður fyrr þáttinn Um dag-
inn og veginn, lausavísnaþátt o. fl. Ég
man þetta nú annars ekki nákvæmlega,
enda skiftir það ekki máli. Svo hefi ég
haldið talsvert af einstökum erindum,
t. d. annál ársins á hverju gamlárs-
kvöldi alllengi, ég man ekki heldur í
svipinn hvenær ég byrjaði á því.
3. Teljið þér núverandi verkaskiftingu
útvarpsstjóra og útvarpsráðs eðlilega og
œskilega, eða að hverfa beri að því ráði,
að útvarpsstjóri láti meira til sín taka
dagskrármál?
Milli mín og útvarpsráðs hefir ævin-
lega verið og er gott samkomulag og í
því sitja góðir og áhugasamir menn. Á
verkaskiftinguna er komin reynsla og
svo er hún sæmilega ákveðin í iögum
og reglum. Um afstöðu útvarpsstjóra til
dagskrárinna;r er það að segja, að svo
er fyrir mælt í lögum og reglum, að út-
varpsstjóri annist undirbúning henn-
ar og framkvæmd, en útvarpsráð taki
ákvarðanir um það, hversu dagskrá skuli
hagað í höfuðefnum og leggi fullnaðar-
samþykki á hana og útvarpsstjóri situr
fundi útvarpsráðs. Fyrrverandi útvarps-
stjóri hafði að vísu ekki á hendi þenn-
an dagskrárundirbúning, en gert er ráð
fyrir að ég taki við honum með sam-
verkamönnum mínum og er um það
fullt og gott samkomulag við útvarps-
ráð og formann þess. En ekki veit ég
enn, hvenær sú nýja skipun verður að
fullu komin á.
4. Nú hefir afnotagjald útvarpsins
hœkkað að mun, en eru fyrirhugaðar
verulegar umbætur á dagskránni?
Já, gjaldið verður hækkað nokkuð
samkv. ákvörðun Alþingis og er samt
lægra en það ætti að vera eða gæti ver-
ið, miðað við margt annað verðlag og
breytt peningagildi. Að sjálfsögðu ætti
bættur hagur útvarpsins að geta komið
fram í dagskrárbótum og ég veit, að dag-
skrárstjórnin hefir allan hug á því að
gera dagskrána sem bezt úr garði. Það
er viljj okkar allra hér.
5. Hvað er að frétía af byggingu út-
varpsins?
Því miður ekkert í svipinn. En við
getum vonandi komið að því máli bráð-
um aftur.
6. Þér eruð nýkomnir úr Ameríkuför
og hafið sjálfsagt séð og heyrt margt,
útvarp og sjónvarp?
Já, þar er margt að sjá og heyra, stór-
ar og glæsilegar útvarpsstöðvar og sjón-
varpið á vafalaust mikla framtíð.
7.. Mega hlustendur ekki vœnta þess,
4
ÚTYARPSTÍÐINDI.