Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Side 5
að þér lialdið ájram að flytja erindi með
svipuðum hœtti og verið hefir undan-
farin ár?
Ég geri ráð fyrir því, að einhverju
leyti öðru hvoru ,eftir því, sem við verð-
ur komið.
8. Að lokum þetta: Liggur yður nolck-
uð annað á hjarta, sem við gœtum kom-
ið á framfœri við hlustendur?
Þakka yður fyrir. Ég vildi hafa góða
samvinnu við hlustendur, samvinnu um
það, að efla hag útvarpsins, og ég vona
að gott og fjölbrevtt efni haldi áfram að
berast og við sjálfir getum fundið margt
nýtt og nytsamlegt og skemmtilegt. —
Hlustendur eru að sjálfsögðu mjög vel-
komnir með tillögur sínar um nýtt efni
eða athugasemdir um það, sem flutt hef-
ir veriö. Gott útvarpsblað getur einnig
orðið bar að góðu liði.
Leikritaflutningar á næstunni
LaugrarOaginn 7. marz verður ílutt í útvarpið
Peningatréð eftir Gunnar Falcos. Loikrit þetta
er skrifað sem útvarpsleikrit og er í einum
þætti. T.lun flutningur þess taka um þrjá
stundarfjórðunga. Leikstjóri er Þorstoinn Ö.
Stephensen.
Laugardasinn 14. marz: Carvallo eftir Dennis
Cannan. Leikstjóri Gunnar Eyjólfsson.
Ungt .'ónskóld kom eitt sinn til Arthurs
Rubinstein og 1; ið hann að hlusta á tvær tón-
smíðar cft.r s'j, og segja sér afdráttarlaust hvor
betri væri. Rubinstein, sem raunar er margt
annað betur gefið, en umburðarlyndi, hlýddi
þolinmóður á fyrra lagið ,en jafnskjótt og því
lauk, spratt hann á fætur og mæiti: „Síðara
lagið er betra — miklu betra."
Til móður minnar
eftir H. Heine.
I.
Þeir segja, að ég hátt mitt höfuð beri
og hofmóðugur sé í meira lagi.
Og jafnvel þó ég sjálfan kónginn sæi
mig sjónum líta, ég ei undan sneri.
En móðir kær, þér opinskátt ég inni
hvé oft hjá þér mér gerðist þungt i sinni
og auðmjúkur var æ í návist þinni,
sem óljós kvöl í hjarta mínu brynni.
Ilvort heillar sál þín hug minn sem mig
dreymi?
Þín háa sál í lífsins öfugstreymi,
sem leiftrar eins og ljós frá æðra heimi.
Eða mín brot að vitund minni vega,
sem valdið hafa hjarta þínu trega,
því hjarta, sem mér unni eilíflega.
II.
Að heiman frá þér hélt ég ör í geði,
á heimsins yzta jaðar farið skyldi,
að finna þá ást er ævilangt mér fylgdi,
og ástúð mig vefði í lífsins sorg og gleði.
Á öllum strætum ástarsöng ég þuldi,
við allra dyr, á hverjum gatnamótum,
cg betlaði um ögn af ástarhótum,
en alls staðar var svarið spott og kuldi.
En áfram hélt ég óður, ferðum mínum,
en ástin þráða jafnan fjarri sýnum.
Ég hryggur sneri heim í æskurann.
Þá fagnar þú mér, tókst mér opnum ,
armi,
en, ó! — hvað sá ég blika þér á hvarmi.
Þá ást er sál mín friðlaus hvergi fann.
Kolbeinn kaldaljós
sneri á íslenzku.
ÚTVARPSTÍÐINDI
5