Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Side 7
Þessi mynd var tekin í hófi, sem samstarfsmenn og vinir Jónasar Þorbergssonar héldu
honum, er hann lét af embætti. Er myndin af því starfsfólki Ríkisútvarpsins, sem
starfað hefur lengst við stofnunina, en það eru (talið frá vinstri) Vilhjálmur Þ. Gísla-
son, núverandi útvarpsstjóri, Páll ísólfsson, tónlistarráðunautur, Guðrún Reykholt,
Jónas Þorbergsson, fráfarandi útvarpsstjóri, Gunnlaugur Briem, verkfræðingur, Sigurður
Þórðarson, skrifstofustjóri, og Þórarinn Guðmundsson, hljómsveitarstjóri.
Sveinbjörnsson, yfirmagnaravörður, Da-
víð Árnason, stöðvarstjóri Norðanlands,
Þórarinn Guðmundsson, hljómsveitar-
stjóri, að ógleymdum Sigurði Þórðar-
syni, skrifstofustjóra, sem frá öndverðu
hefir staðið næstur mér í hverjum vanda
og ég á mest að þakka. Og hér ber einn-
ig að nefna Sigríði Bjarnadóttur, sem
byggði upp með mér þá starfsdeild, er
annast skráningu útvarpsnotenda og
innheimtu afnotagjalda. Ásgeir Magnús-
son hjálpaði mér manna mest við að
móta fréttareglur útvarpsins og annað-
ist einn allar fréttir útvarpsins fyrsta
árið, alla daga, helga jafnt sem virka, og
tók sér aldrei hvíld, enda mátti telja, að
mjög mikið af frumvinnu við að móta
ÚTVARPSTÍÐINDI
og koma undirstöðum undir Ríkisút-
varpið væri í þá daga sjálfboðavinna,
þar sem hvorki var spurt um vinnutíma
né eftirvinnukaup. Við vorum þá öll
starfsfélagar, sem fengum að vísu lítið
kaup, en til uppbótar mikið af sköpun-
argleði. Þá skal þeim ekki gleymt, sem
farnir eru, né þeim, sem unnið hafa í
fjarlægð umboðsstörf við innheimtu og
fréttastörf. Öllum þessum mönnum og
öllum starfsfnönnum útvarpsins fyrr og
síðar, sem hafa veitt mér dýrmæta, heil-
huga hjálp í samstarfi, á ég svo miklar
þakkir að gjalda, að orð mín nú verða
mjög um of bæði fá og fátækleg.
Kæru samstarfsmenn mínir og vinir.
7