Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Page 17

Útvarpstíðindi - 01.03.1953, Page 17
Hlutverk þessa þáttar hefir frá öndverðu ver- ið að koma á framfæri skoðunum hlustenda á starfsemi Ríkisútvarpsins. Hefir að vonum gætt mikillar fjölbreytni í þeim, allt frá bitrustu gagnrýni upp í hástemmt lof. — Þó er rétt að segja hverja sögu eins og hún gengur, að svo hefir virzt, að hlustendur séu öllu birgari af bleki, þegar þeim hefir eitthvað þótt miður fara. En þótt ekki þurfi að fjölyrða um, hve heilbrigð og hleypidómalaus gagnrýni sé nauðsynleg, þá virðist að minnsta kosti ekki minni ástæða til að láta í ljós velþóknun sína á því, sem vel er gert, enda verður ekki séð að upplýsingar um jákvæða afstöðu hlustenda til ákveðins útvarps- efnis eða útvarpsmanns séu ómerkari hinni nei- kvæðu. — Frá þessu, nokkuð almenna tómlæti, eru hinsvegar ánægjulegar undantekningar, t. d. er íslenzkum hlustendum enn í þakklátu minni flutningur og efni ákveðinnar útvarpssögu, sem naut óvenjulega opinskárrar hylli hlustenda, — nefnir óljúgfrótt fólk hin ótrúlegustu dæmi þessu til sönnunar svo sem steinhljóð í sauma- klúbbum, eftirvinna á skrifstofum dæmafá, og jafnvel stefnumótum aflýst í stórum stíl, o. s. frv. En þótt því fari víðs fjarri, að hægt sé með sanni að krefjast svo atkvæðamikilla fórna að jafnaði ,myndi verðskulduð viðurkenning hlust- enda, til handa semjendum og flytjendum hins talaða orðs í útvarpinu, óefað verða öllum aðil- um til gagns og gleði. Um spurningaþætti. Spurningaþættir útvarpsins munu yfirleitt vera mjög vinsælir af hlustendum. Mun því svo farið, að áður en hlustendur vita af, eru þeir sjólfir orðnir þátttakendur, samhryggjend- ur eða samfagnendur eftir atvikum, en slíkt er einmitt vottur hins ákjósanlega útvarpsefnis. Eigi að síður vildi é" benda á, hvort ekki sé lögð fullmikil áherzla á lærdómsatriði í vali spurninganna, og þá jafnframt hætta á nokkuð Auglýsing Útvarpið flytur auglýsingar og til- kynningar til landsmanna með skjótum og áhrifaríkum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarps- auglýsingar áhrifamestar allra aug- lýsinga. AUGLÝSINGASKRIFSTOFA ÚTVARPSINS Sími 1095. 4>--------------------------------4> 4>--------------------------------f ENGINN ÁHUGASAMUR ÚTVARPSHLUSTANDI MÁ VERA ÁN ■V ÚTVARPSTÍÐINDA — Munið' atkvæðagreiðsluna. — tilviljunarkenndum árangri. Ef spurningarnar hins vegar, sumar að minnsta kosti, skírskot- uðu meira til almennrar greindar, skýrleika og viðbragðsflýtis í hugsun og rökvísi í ályktun- um, hygg ég að hann yrði jafnvel enn fjölbreytt- ari og skemmtilegri. — Eins kemur til athugun- ar að stefna ákveðnum flokkum eða jafnvel stéttum manna að prófborðinu. — í brezka út- varpinu er t. d. mjög vinsæll þáttur, sem er keppnispróf milli ýmissa barnaákóla í Bret- landi. — Væri ekki ómaksins vert að gera til- raun með slíkt útvarpsefni hér? ÚTVARPSTÍÐINDI 17

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.