Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 5
'Otvarpstíðindi 149 Erindasafn Útvarpstíöinda III. Þættir úr jarðsögu Islands Eftir Guömund Kjartansson, jarðfr. III. 1 lok síðasta erindis míns og í upp- hafi þessa erum við stödd á ofan- verðri ísöldinni. En á því tímabili var landið löngum hulið jökli, svo að aðeins sum hin yztu andnes og hæstu fjöll einkum nálægt sjó stóðu út und- an eða upp úr. Ég skildi því við ykk- ar í miklu ókunnuglegra umhverfi í lok þessa ei'indis en hins fyrsta. En eins og ég hef getið um áður, urðu fleiri en eitt hlé á ísöldinni, og í þessum hléum tók upp ísaldarjökl- ana að langmestu leyti eða algerlega ‘ grannlöndum okkar. ísaldarhléin þafa, a. m. k. sum hver, verið lengri (ef til vill nokkrum sinnum lengri) en sá tími, sem nú er liðinn frá lok- u‘n síðasta jökulskeiðs, og gróður- °g dýraleifar hléanna vitna um svip- að loftslag og í nútímanum. Þess er að vænta að hlé hafi orðið á ísöld- iani hér á landi ekki síður en í öðr- u*n löndum, enda hafa nú fundizt hér ð^sek merki slíkra hléa, og verður vikið nánar að því síðar. Þær bergtegundir sem ég hef rætt Um fram til þessa, hafa því nær ein- göngu verið laus jarðgöng að undan skildum hraununum. En nú, þegar við komum nokkuð aftar í ísöldina, bregður svo við, að allar bergtegund- Jr. sem þá voru myndaðar, hafa feng- töluverða festu fyrir aldurs sakir, m. ö. o. upp frá þessu er aðeins um að ræða fast berg eða klöpp. Það, sem áður var leir, er orðið leirsteinn, þegar hér kemur sögu, sandur er orð- inn að sandsteini, möl að völubergi o. s. frv. Svo má heita, að hið eina berg frá ísöld eða fyrri tímum, sem enn er ekki harðnað meir en svo, að auðveldlega má grafa í það með reku, séu hinn allra yngsti ruðningur ís- aldarjöklanna, ásamt þeim jarðlög- um, sem setzt hafa til úr vatni utan við jökulröndina, þegar hún tók að hörfa inn í landið í ísaldarlokin. 1 mörgum löndum, sem jökull huldi á ísöld, eru jarðlög þess tímabils lítil og þunn að miða við lengd þess, sem er talin eitthvað um hálfa eða heila milljón ára. Þannig er þessu t. d. farið í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. I þessum löndum gerðu jöklarnir miklu meir að því að grafa sig niður og eyða gömlu bergi en hlaða undir sig nýjum jarðlögum. T. d. hlutu hin lausu jarðlög ísaldarhléanna (möl, sandur, jarðvegur o. s. frv.) víðast hvar að sópast gersamlega burtu fyr- ir vaxandi jöklum næsta jökulskeiðs á eftir, enda finnast þau mjög óvíða í þessum löndum. — öðru máli gegn- ir um þau lönd, sem lágu undir yztu skæklum ísaldarjöklanna, t. d. Jót- land og Norður-Þýzkaland. Þar lá jöklunum eftir sú grjótmylsna, sem

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.