Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 24

Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 24
168 ÚTVARPSTÍÐINDI EFTIR ELDHÚSUMRÆÐURNAR. Gísli Vagnsson sendir eftirfarandi: „I eldhúsumræðunum 23. f. m. komst Sigfús Sigurhjartarson að orði eitthvað á þessa leið: „Eysteinn sér ekkert nema tap, tap, tap, kringum mann þennan er ævinlega tap, erfiðleikar og eymd, og í hvert sinn, sem ég lít þann mann kemur mér ævin- lega í hug orðið eymd. Bjarni Benediktsson borgaði fyrir starfsbróður sinn og gat þess að í hvert sinn er hann liti háttvirtan sjötta þingmann Reykvíkinga kæmi sér í hug sultardropi. Út af þessum hálfgerðu nafngiftum urðu vísur til: Fátt er nú um færa menn fer að nálgast skopi að á þingi eru í senn Eymd og sultardropi. Von er þó að verði slök í viðleitninni reyndin er í þjóðar semja sök — Sultardropi og Eymdin. Að gefnu tilefni. Þetta er ekkert réttarrán réttinn hefur stjórnin sett(!) réttar nýtur enginn án örli rétt á lítinn prett. VORVÍSUR. Andrés H. Valberg sendir eftirfarandi: Sést hér falleg sólar rún svignar allur snærinn yfir hjalla engi og tún andar fjalla blærinn. Skamt frá ósi skreytir völl skrúðar drósin bláa í sólarljósi ilmar öll eyrarrósin smáa. Geislar hart nú greikka spor grænir skarta hagar gleði í hjarta, víkur vor, verma bjartir dagar. Haustvísur. Hleður snjó á foldar fald færir gróan trega hylur kófið himin tjald hamast ógurlega. Fúna tóftir frjósa lönd fyllist þrótti alda læðist hljótt um lög og strönd langa nóttin kalda. HÖFUNDUR VÍSNANNA: Þ. R. skrifar: „Nýlega hefur mér borizt í hendur 18. tbl. Útvarpstíðinda árg. 1947. Er þar óskað eftir upplýsingum um höf- und að tveim vísum er birtast á öftustu síðu blaðsins. Með því að ég kann vísur þessar, og hef heyrt um tildrög þeirra, skal ég nú í fáum orðum skýra frá því er mér hefur verið sagt. Þegar ég var ung lærði ég vísurnar, þó sú fyrri sé nokkuð á annan veg en sú sem birtist í Útvarpstíðindunum og um þær er þessi saga. Séra Jón Reykjalín, síðast prestur á Þönglabakka. Sótti um og fékk veitingu fyrir Eydalaprestakalli eftir fráfall afa mín sér Benedikts Þórarinssonar, sem and- aðist á nýársnótt 1858. Um vorið flutti prestur austur landveg eins og þá var siður. Gisti hann á leiðinni á bæ einum (hvort það var í Reykjahlíð eða Grímsstað á Fjöllum man ég ekki). Þá dreymir prest að liann komi þar sem maður er að spá fyrir fólki, gengur prestur á hans fund og segir: „Hvað á að tryggja hug minn hér, hvar á að bera að landi. Hvar á að byggja, hvernig fer, hvað á að liggja fyrir mér“. Svona var mér kennd vísan. Þá svarar draumamaður: „Það um varðar þig ei grand þér á að nægja vonin. Guð ákvarðar líf og land. Lán, búgarða auð og stand“. Lengri var draumurinn ekki. En prestur veiktist rétt á eftir og dó áður en hann kæmist að Eydölum, en ekkja hans Helga og sonur þeirra Stefán fluttu hingað aust- ur og dvöldu hér í Breiðdal til dauðadags“-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.