Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 21

Útvarpstíðindi - 19.04.1948, Blaðsíða 21
trrVARPSTÍÐTNDI 165 Fyrsta bók norska frelsisskáldsins á sslenzku Fögur er foldin TTólff úrvalssögur Arnulf överland er að líkindum mest umdeildi maðurinn á Norðurlöndum um þessar mundir. Hann tekur mikinn þátt í um- ræðunum um helztu mál dagsins og stendur fremstur í flokki allra þeirra sem berjast fyrir frelsi og gegn hvers konar andlegri og efnalegri kúgun. — Hann vekur alls staðar storm þar sem hann kemur, fyrirlestrar hans eru sóttir meir en fyrirlestrar nokkurra annara manna og bækur hans seljast betur en flestar aðrar bækur. — Arnulf överland kemur hingað til íslands í næsta mánuði í boði Norræna félagsins. Mun hann dvelja hér í eina viku, ferð- ast um eins og föng verða á og flytja einn fyrirlestur og lesa eina kvöldstund upp úr ritum sínum. En um sama leyti kemur út bók eftir skáldið á íslenzku, fyrsta bókin, sem þýdd hefur verið eftir hann á íslenzka tungu, en áður hafa verið þýdd nokkur ljóð hans. Bókin inniheldur tólf úrvals smásögur hans — og verður hún fyrsta bókin í ritsafni Norræna félagsins, en það hefst nú handa með útgáfu á fögrum bókmenntum helztu skálda Norðurlanda. Bókin heitir „Fögur er foldin“, og hefur Helgi Sæmundsson blaðamaður þýtt hana. Bókaútgáfufélagið Helgafell annast dreyfingu bókarinnar og geta menn snúið sér til þess ef þeir vilja panta bókina. Vegna pappírseklu hefur orðið að takmarka upplag hénnar og er því ráðlegast fyrir menn út á landi að skrifa Helgafelli nú þegar og verður hún þá send þeim gegn póstkröfu. Uetfafoll Garðastræti 17 . Reykjavík

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.