Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 03.05.1948, Blaðsíða 12
180 ÚTVARPSTÍÐINDI fajöfflakellirim * Astarsaga „HVAÐ ERT ÞÚ að hugsa um, góði minn?“ mælti hún og horfði á hann dreymandi dökkum augum. Charley leit upp. Svipur hans var angurvær. Hann hafði aldrei ætlað sér að giftast henni. Það var ekki þægilegt að þurfa að segja henni þetta. En það var óhjákvæmilegt. Hann þagði, og hún endurtók spurn- inguna. Hann svaraði: „Ég var að hugsa um það, hvort það væri rétt af mér að giftast þér“. Rita smeygði handleggnum í hand- arkrika hans og mælti: „Vitanlega er það rétt!“ Hann svaraði: „Ég er ekki viss um það. Þú ert ung og óreynd. Ég er gamall og þreyttur á lífinu — út- lifaður. Rita mótmælti því. „Hjarta mitt er dáið“, sagði hann og hló dauflega. „En þú ert sem ný- útsprungin rós. Elskarðu mig, Rita?“ „Ég tilbið þig“, sagði hún með áherzlu. Hann mælti: „En ég get ekki end- urgoldið ást þína, sem skyldi". „Ég elska þig“, endurtók Rita. „Ertu orðinn leiður á mér?“ Hann tók hana í faðm sinn og kyssti varir hennar. „Nei, ég er ekki leiður á þér“, sagði hann. „En ég þarf að skrifta fyrir þér. Þú getur að því búnu tekið ákvörðun um, hvað þú gerir“. Hún þrýsti sér að honum og sagði: „Ég hef ákveðið mig. Hann ýtti henni gætilega frá sér og mælti: „Þú verður fyrst að hlusta á frásögn mína: „Fyrir fimmtán árum var ég heit- bundinn ungri stúlku. Foreldrar hennar voru því mótfallin að við ættumst. Þá var ég ónafnkunnur málari. Þeim þótti ég of fátækur og litu niður á Charley Ryan. Þau höfðu þá ekki hugboð um það, að ég yrði frægur innan skamms“. Charley hoi’fði út í bláinn. Rita reis á fætur, og spurði: „Var hún fögur?“ Hann kinkaði kolli. „Hún var há vexti, ljóshærð og glæsileg". „Unnir þú henni heitt?“ „Já“, svaraði hann, „ég elskaði hana svo heitt, að ég næ mér aldrei. Hún sveik mig og giftist milljóna- mæringi. Ég óttast að giftast þér, þar sem ást mín er dáin“. Augu Ritu skutu gneistum af hatri er hún mælti:“ Hún tók hann fram yfir þig, vegna auðæfanna, — fyrir- litlegt!“ Charley sagði: „Þetta er algengt á síðari tímum.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.